Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 18
16
uðum tilvikum virðist tilgangurinn vera sá að athuga, hvort
menn muni særast, Álöf kjannök fóstra Barða þreifar um
hann, HeiÖarvíga saga 1938, 281, fóstra Helgu þreifar mn
ögmund, Kormáks saga 1939, 204, fóstra Hróa þreifar um
hann, Reykdœla saga 1940, 167, fóstra Þorfinns þreifar um
hann, Skálda saga, Hauksbók 1892-96, 450, Heiður fóstra
Haralds konungs lætur Hauk og Vígharð fara af klæðum og
þreifar um þá, Hauks þáttur hábrókar, Flateyjarbok 11860,
580—581. Sbr. einnig Þórdísi spákonu og Kormák, „býr Þór-
dís hann nú til hólms svá sem henni líkar,“ Kormáks saga
1939, 282.
2.34. Hólmganga Búa og Kolfinns, Kjaln. 23. 1 þessari
lýsingu koma fyrir ýmis atriði.
a) Kolfinnur skorar á Búa, „at þú gakk á hólm við mik á
morgin í hólmi þeim, er liggr suðr í Leiruvágsá,“ sjá 2.32.
Sbr. Gunnlaugur skorar á Hrafn, „vil ek bjóða þér hólm-
gQngu hér á þinginu á þriggja nátta fresti í 0xarárhólmi,“
Gunnlaugs saga 1938, 92—93, Kormákur segir: „Ek býð þér,
Bersi, hólmgQngu á hálfsmánaðar fresti i Leiðhólmi í Mið-
dQlum,“ Kormáks saga 1939,233, hólmganga í ey, Egils saga
1933, 202. Frestinn í Kormáks sögu má bera saman við það,
þegar Búi á að fást við blámann: „lagði konungr til hálfs
mánaðar stefnu, at þetta fang tækist,“ Kjaln. 36.
b) „Búi fór nú til þess er hann kom í hólminn; var þar
Kolfiðr fyrir ok fjöldi manns, því at forvitni mikil var mönn-
um at sjá atgang þessa ungu manna, því at báðir váru þeir
sterkligir." Sbr. „Eptir þat fór Kormákr á fund manna sinna.
Váru þeir Bersi þá komnir ok mart annarra manna at sjá
þenna fund,“ Kormáks saga 1939, 236, fjölmenni eða margt
manna við hólmgöngu einnig Egils saga 1933, 202, Gunn-
laugs saga 1938, 93, Svarfdœla saga 1956, 145.
c) „Þat var þá siðr at kasta feldi undir fætr sér.“ Sbr. „Þat
váru hólmgQngulQg, at feldr skal vera fimm alna í skaut...,“
Kormáks saga 1939, 237, „hólmgQngulQg . .. Sínum feldi
skal hvárr okkar kasta undir fætr sér,“ Svarfdœla saga 1956,
146, feldur einnig Þorsteins saga Víkingssonar 1950, 45,