Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 88
86
Þetta má bera saman við Ólafs sögu Tryggvasonar hina
mestu um Ketil í Kirkjubæ: „hann var vel kristinn. þvi
kallaðv heiðingiar hann Ketil en fiflska.“ 1
7.3. Búi hefur slöngu að vopni. 1 sögunni segir: „Búi
var kallaðr einrænn í uppfæzlu. Hann vildi aldri blóta ok
kveðst þat þykja lítilmannligt at hokra þar at. Hann vildi
ok aldri með vápn fara, heldr fór hann með slöngu eina ok
knýtti henni um sik jafnan,“ Kjaln. 9. Má hér einnig nefna
orð Þuríðar, móður Búa: „vilda ek, at þú létir fara með þér
it fæsta tvá vaska menn ok bærir vápn, en færir eigi slyppr
sem konur,“ Kjaln. 10. Einu sinni berst Búi með slöngu
sinni: „þá heyra þeir, at þaut í slöngu Búa ok fló steinn; sá
kom fyrir brjóstit á einum manni Þorsteins, ok fekk sá þegar
bana. Þá sendi Búi steina nökkura ok hafði mann fyrir
hverjum,“ Kjaln. 11. Slöngu er getið einu sinni enn: „inn
sama hafði hann búning, gyrt at sér slöngu sinni,“ Kjaln.
17. Búi lætur grjót ganga síðar, en slöngu er þar ekki getið,
Kjaln. 26.
Af orðum Kjalnesinga sögu: „Hann vildi ok aldri með
vápn fara,“ virðist mega ráða, að slanga hafi ekki verið talin
til vopna. Búi hefur slöngu í æsku, en síðar fær hann sax,
Kjaln. 21, skjöld og önnur vopn, Kjaln. 23, sverð, Kjaln.
26, og klappar á bergið með hjöltum, Kjaln. 29. Til saman-
burðar má líta á Kolfinn, sem hefur stöng eða lurk, Kjaln.
18, 20, en fær síðan sverð, Kjaln. 22. Það er engan veginn
óhugsandi, að slöngur hafi verið þekktar, t. d. sem leikföng
stráka.2
1 Öláfs saga Tryggvasonar en mesta I 1958, 275.
2 E. t. v. má minna á, að í Islandslýsingu Saxa er talað um slöngu-
hreyfingu jökuls, hvernig sem það er annars hugsað: „Quamobrem a
compluribus existimari solet, quod quos fundæ glacialis urna desorbuit,
eosdem postmodum supinata reddiderit,“ Saxonis Gesta Danorum 11931,
8. Hugsanlegt er, að þetta sýni þekkingu á slöngum hjá íslenzkum heim-
ildarmörmum Saxa. Hér gæti þó einnig verið átt við valslöngur. Oddur
Einarsson og Arngrimur Jónsson nefna báðir slöngukast hjá fornmönn-
um, Qualiscunque Descriptio Islandice 1928, 36, Arngrimi Jonae Opera
111951, 52. Óvíst er, hvað Oddur Einarsson hafði fyrir sér, en Arngrímur
Jónsson notaði Kjalnesinga sögu.