Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 59
57
í Hauksbók segir: „þeira s(ynir) voru þeir Vlfhedinn er þeir
Fostolfr ok Þrottolfr vagu.“ 1 1 Vatnsdælu segir frá því, að
bræðumir Föstólfur og Þróttólfur vógu tJlfhéðin.2
4.9. Kormáks saga. 1 2.34. er rakin hólmgangan i Kjal-
nesinga sögu. Það er athugandi, að öll átta atriði hólmgöng-
unnar eiga hliðstæður í Kormáks sögu, í hólmgöngu Kor-
máks og Bersa. Mörg þessara atriða koma fyrir annars stað-
ar. En samsvaranir eru hér margar, og e. t. v. má benda á
enn eitt atriði, sem kemur fram í 2.33. og stendur í sambandi
við hólmgönguna. Höfundur Kjalnesinga sögu kann því að
hafa þekkt Kormáks sögu.
f Sturlubók Landnámu segir: „þeira son var Veleifr eN
gamli.“ f Hauksbók segir: „þeira s(vn) Veleifr gamli f (adir)
Holmgaungu-Bersa.“ 3 Jón Jóhannesson hefur bent á, að
þetta geti verið viðbót Ffauks.4 Hólmgöngu-Bersi er tvívegis
nefndur í Laxdæla sögu og þess getið, að hann var sonur Vé-
leifs gamla.5 Bersi er annars ein aðalsöguhetja Kormáks
sögu. Þar er hann nefndur Bersi og Hólm-Bersi og eftir
hólmgönguna við Kormák Hólmgöngu-Bersi.6 En í Kormáks
sögu er þess ekki getið, hvers son hann var. Auk þessa er
Hólmgöngu-Bersi nefndur í íslendingadrápu.7 Ef þetta er
viðbót Hauks hefur hann þekkt til Hólmgöngu-Bersa og
föður hans og hefur það ef til vill úr Laxdælu, sem hann
hefur þekkt, sjá 4.6. En í Laxdælu er Bersi aukapersóna.
Sennilegra væri, að maður, sem mundi eftir Bersa, hefði
lesið Kormáks sögu. En þetta er að sjálfsögðu óvíst.
4.10. Alexanders saga. Ein aðalheimild höfundar Kjal-
nesinga sögu að hoflýsingunni er Alexanders saga, sjá 3.2.
Efni texta Hauksbókar gefur heldur lítil tækifæri til að
koma að lærdómi úr Alexanders sögu, jafnvel þótt Haukur
1 Landnámabók 1900, 185, 62.
2 Vatnsdœla saga 1939, 129.
3 Landnámabók 1900, 145, 21.
4 Jón lóhannesson 1941, 156.
5 Laxdœla saga 1934, 19, 76.
6 Kormáks saga 1939, 224, 227, 239.
7 Kormáks saga 1939, 224 nm.