Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 104
102
hest með blóðrautt eyra, en þetta kemur ekki fyrir í hinni
norrænu Partalópa sögu. 1 Tristan als Mönch fær hetjan
að gjöf frá konu hest með rauð eyru. Einar Ól. Sveinsson
bendir á hliðstæðu við þetta kvæði i Viktors sögu og Blávus.1
Ekki er vitað, að það hafi borizt til Islands, enda er það varla
svo gamalt, að það geti verið fyrirmynd Laxdælu. I Parzival
eftir Wolfram von Eschenbach hefur hestur Gawans rauð
eyru. Þessi dæmi rekur R. S. Loomis til keltneskra sagna.2
Athuga má, að í Pwyll koma fyrir hvítir hundar með rauð
eyru. Tengsl eru með Pwyll og Le Bel Inconnu, og þar er
hvítur hundur með svört eyru.3 Þetta minnir á litina í Lax-
dælu og Heiðarvíga sögu. Freistandi er að ætla, að Lax-
dæla sé fyrirmynd Heiðarvíga sögu, þó það komi ekki heim
við álit manna á aldri þessara sagna. En þessi rit kunna að
eiga sameiginlega heimild. Hestarnir í Laxdælu eru boðnir
að gjöf, en í dæmunum hér að ofan eru þeir oft gefnir.
E. t. v. hefur þekkzt á íslandi að lita hesta þannig, en einn-
ig getur verið um rittengsl að ræða.4 En ekki verður bent á
hugsanlega fyrirmynd þessa án nánari rannsókna. Þær eru
torveldar, því að margt hefur verið til, sem nú er týnt.5
1 Einar Ól. Sveinsson 1964, cxxxvi-cxxxvii nm.
2 Roger Sherman Loomis 1949, 90. Um þetta sbr. þó einnig: „The
practice of coloring domestic animals is believed by Jahns to have been
introduced from the East, and to have established itself in Europe through
the influence of the Crusades. As late as the sixteenth century, he says,
it was a favorite custom to dye the tail and mane and even the leg, red.
Many of the old equestrian treatises contain directions how to obtain the
‘turkish red’ color for this purpose," Gertrude Schoepperle II 1913/1960,
322-323. R. S. Loomis nefnir kýr og hunda með þessum litum i keltnesk-
um sögum, en ekki hesta. Þeir koma þó fyrir, sbr. Táin bó Dartada, Irische
Texte II, 2 1887, 191, Tochmarc Ferbe, Irische Texte III, 2 1897, 462,
nálega samhljóða í báðum. Hestarnir eru hvítir með rauð eyru, tagl og
fax, en í þessum sögum segir, að taglið og faxið sé litað með purpura.
3 Roger Sherman Loomis 1949, 125.
4 Ef Ólafur Þórðarson hvítaskáld er höfundur Laxdælu, Peter Hall-
berg 1963, 61, hefði hann getað kynnzt slíkum sögum við dönsku eða
norsku hirðina.
5 Dæmi um þetta má taka úr Artúrsbókmenntum, en af þeim flokki
bókmennta eru nokkur þeirra rita, sem hér hefur verið minnzt á. Meðal
kappa Artúrs i Breta sögum er nefndur Lancelot, Hauksbók 1892-96, 289,