Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 104

Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 104
102 hest með blóðrautt eyra, en þetta kemur ekki fyrir í hinni norrænu Partalópa sögu. 1 Tristan als Mönch fær hetjan að gjöf frá konu hest með rauð eyru. Einar Ól. Sveinsson bendir á hliðstæðu við þetta kvæði i Viktors sögu og Blávus.1 Ekki er vitað, að það hafi borizt til Islands, enda er það varla svo gamalt, að það geti verið fyrirmynd Laxdælu. I Parzival eftir Wolfram von Eschenbach hefur hestur Gawans rauð eyru. Þessi dæmi rekur R. S. Loomis til keltneskra sagna.2 Athuga má, að í Pwyll koma fyrir hvítir hundar með rauð eyru. Tengsl eru með Pwyll og Le Bel Inconnu, og þar er hvítur hundur með svört eyru.3 Þetta minnir á litina í Lax- dælu og Heiðarvíga sögu. Freistandi er að ætla, að Lax- dæla sé fyrirmynd Heiðarvíga sögu, þó það komi ekki heim við álit manna á aldri þessara sagna. En þessi rit kunna að eiga sameiginlega heimild. Hestarnir í Laxdælu eru boðnir að gjöf, en í dæmunum hér að ofan eru þeir oft gefnir. E. t. v. hefur þekkzt á íslandi að lita hesta þannig, en einn- ig getur verið um rittengsl að ræða.4 En ekki verður bent á hugsanlega fyrirmynd þessa án nánari rannsókna. Þær eru torveldar, því að margt hefur verið til, sem nú er týnt.5 1 Einar Ól. Sveinsson 1964, cxxxvi-cxxxvii nm. 2 Roger Sherman Loomis 1949, 90. Um þetta sbr. þó einnig: „The practice of coloring domestic animals is believed by Jahns to have been introduced from the East, and to have established itself in Europe through the influence of the Crusades. As late as the sixteenth century, he says, it was a favorite custom to dye the tail and mane and even the leg, red. Many of the old equestrian treatises contain directions how to obtain the ‘turkish red’ color for this purpose," Gertrude Schoepperle II 1913/1960, 322-323. R. S. Loomis nefnir kýr og hunda með þessum litum i keltnesk- um sögum, en ekki hesta. Þeir koma þó fyrir, sbr. Táin bó Dartada, Irische Texte II, 2 1887, 191, Tochmarc Ferbe, Irische Texte III, 2 1897, 462, nálega samhljóða í báðum. Hestarnir eru hvítir með rauð eyru, tagl og fax, en í þessum sögum segir, að taglið og faxið sé litað með purpura. 3 Roger Sherman Loomis 1949, 125. 4 Ef Ólafur Þórðarson hvítaskáld er höfundur Laxdælu, Peter Hall- berg 1963, 61, hefði hann getað kynnzt slíkum sögum við dönsku eða norsku hirðina. 5 Dæmi um þetta má taka úr Artúrsbókmenntum, en af þeim flokki bókmennta eru nokkur þeirra rita, sem hér hefur verið minnzt á. Meðal kappa Artúrs i Breta sögum er nefndur Lancelot, Hauksbók 1892-96, 289,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.