Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 22
20
saga KelcLugnúpsfífls 1959, 367, Hrólfur nefja glímir við
blámann og vinnur á honum á steini, Sturlaugs saga 1950,
126-127.
2.48. Helgi og Vakur segja út lát Búa og Kolfinnur tekur
Ólöfu til sín, Kjaln. 37—38. Sbr. Hrafn fær Helgu, þegar út-
koma Gunnlaugs frestast, Gunnlaugs saga 1938, 82, 87, Bolli
segir Guðrúnu um vináttu Kjartans og Ingibjargar i Noregi
og fær hennar, Laxdœla saga 1934, 127, 130, Þórður lætur
segja, að Björn sé andaður, og fær Oddnýjar, Bjarnar saga
1938,122-123.
2.49. Búi glímir við son sinn, Kjaln. 42-43, sjá 7.4.
2.50. Þjóðminjafræðilegur endir, Kjaln. 43-44. Sbr. Eg-
ils saga 1933, 298-299, Eyrbyggja saga 1935, 183—184.
LANDNÁMSLÝSING OG HOFLÝSING
3.0. Til þess að gera sér nokkra grein fyrir vinnuaðferð-
um höfundar Kjalnesinga sögu, verða hér teknir til athug-
unar tveir stuttir kaflar úr sögunni, sem eiga sér hliðstæður
i öðrum ritum. Það er landnámslýsingin í fyrsta kafla sög-
unnar og hoflýsingin í öðrum kafla.
3.1. Landnámslýsingin í Kjalnesinga sögu á sér hlið-
stæðu í Landnámu. Það er annars vegar kaflinn um Helga
bjólu og hins vegar kaflinn um örlyg.
1 kaflanum um Helga bjólu skilur frásögn Sturlubókar
og Hauksbókar lítið. Jón Jóhannesson hefur bent á, að
Styrmisbók muni hafa verið samsaga Sturlubók i þessum
kafla.1 Athuganir Jóns Jóhannessonar um kaflann um ör-
lyg í Landnámu eru á þessa leið. Kaflinn um örlyg er fjórð-
ungi lengri í Hauksbók en í Sturlubók. Þórðarbók er alveg
samhljóða Skarðsárbók nema á stuttum kafla, þar sem Þórð-
ur Jónsson hefur greinilega stuðzt jafnframt við Melabók.
Af þeim kafla má sjá, að Melabók hefur verið miklu svip-
aðri Sturlubók en Hauksbók að efni og orðalagi. Texti Hauks-
1 Jón Jóhannesson 1941, 213.