Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 81
79
suðr í Skálholt ok lét búa ok líma öll blöðin í kjölinn,“ Kjaln.
43-44, er terminus post quem um ritunartíma sögunnar, er
hún rituð eftir lát Árna Þorlákssonar 1298.1 En þótt sagan
segi frá þessu í þátíð, er ekki víst, að Ámi hafi verið látinn,
þegar þetta var skrifað. Þar eð ekki er stuðzt við Hauksbókar-
texta Landnámu ætti terminus ante quem að vera sá tími,
þegar Haukur hafði komið sér upp Landnámutexta sínum,
sennilega 1306-1308, sjá4.0. Dvalarstaður Hauks 1295-1301
er ókunnur, en hugsanlegt er, að Noregsdvöl hans hafi staðið
í sambandi við það, þegar Hákon Magnússon kom til valda
1299. Það er þó e. t. v. heldur ósennilegt, að hann hafi orðið
lögmaður í Osló strax eftir komuna til Noregs. En þótt sagan
sé skrifuð eftir lát Árna Þorlákssonar, kemur tímatalið e. t. v.
ekki í veg fyrir, að Haukur geti verið höfundur hennar.
En til þess að gera slika niðurstöðu álitlega þyrfti að benda
á einhver þau atriði, sem bentu sérstaklega til Hauks. Smá-
vægilegar tilraunir má gera í þá átt, þótt ekki sé hægt um vik.2
Björn M. Ólsen hefur bent á líkindi með Kjalnesinga sögu,
Gunnars sögu Keldugnúpsfífls og Finnboga sögu ramma.3
Eins og Jóhannes Halldórsson bendir á, eru miklar líkur til
að Gunnars saga Keldugnúpsfífls sé sniðin eftir Kjalnesinga
sögu, sennilega á 15. öld.4 En likindi þau, sem Björn M. Ól-
sen finnur með Kjalnesinga sögu og Finnboga sögu er glíma
Búa við blámann Haralds konungs og glíma Finnboga við
Álf afturkembu og blámann Hákonar jarls, sjá 2.47.5 J. A.
H. Posthumus hefur bent á önnur líkindi með þessum sög-
um.6 f Kjalnesinga sögu segir um Búa: „fór hann með slöngu
eina ok knýtti henni um sik jafnan,“ Kjaln. 9. f Finnboga sögu
1 Kjalnesinga saga 1911, xvi-xvii, Kjalnesinga saga 1959, xviii.
2 Árið 1284 var Brautarholtsfundur, og má telja vist, að Erlendur
Ólafsson hafi verið þar. Það er engan veginn ósennilegt, að Haukur hafi
komið Jiangað með föður sinum, og þannig má gera því skóna, að hann
hafi sótt heim einn af þeim stöðum, þar sem Kjalnesinga saga er lát-
in gerast. Sbr. einnig um Esjuberg í 4.0.
3 Björn M. Ólsen 1929-1939, 342.
4 Kjalnesinga saga 1959, lxxii-lxxiv.
5 Finnboga saga 1959, 279, 283.
6 Kjalnesinga saga 1911, xxvi nm.