Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 94
92
að í írsku sögunni kemur m. a. fyrir glíma.1 Það kemur heim
við Kjalnesinga sögu.
Líkindi við þýzku söguna koma einkum fram í 4. og 6., 7.
og 8. lið. Það er athugandi, að annar trúir hinum ekki, eins
og í Kjalnesinga sögu, en hlutverkum er snúið við. Orð Hildi-
brands í Þiðriks sögu má sérstaklega bera saman við orð Búa,
sjá 8. lið.2 Vegna þessa væri hugsanlegt, að Þiðriks saga væri
fyrirmynd Kjalnesinga sögu. En þá væri fyrri hluti frá-
sagnarinnar í Kjalnesinga sögu settur í stað samsvarandi
kafla í Þiðriks sögu og endanum breytt. Muninn í fyrri
hluta frásagnarinnar mætti e. t. v. skýra með því, að stuðzt
hafi verið við aðrar frásagnir, sjá 2.45.-2.46. Þó gæti virzt
eins sennilegt, að stuðzt sé við munnlega sögn um Hildi-
brand. Slík sögn kemur fram í Ásmundar sögu kappabana,
en þar verður Hildibrandur syni sínum að bana. Að öðru
leyti er hún frábrugðin, og þannig hefur hún verið þekkt
lengi, því að Saxi notar hana svipaða í Danmerkursögu
sinni.3
Af þessu er ljóst, að erfitt er að ákvarða uppruna þessarar
frásagnar.
En hér má lita á aðra frásögn í Kjalnesinga sögu. Kol-
finnur rís úr eldgróf og fer frá Vatni til leika í Kollafjörð:
„Viðarbolungr stóð á hlaðinu; gekk hann þangat til ok tók
eitt tré hátt í hönd sér, sneri síðan ór garði. Hann skaut
stönginni fram fyrir sik ok hljóp þar eptir síðan; hann fór
stórliga mikit. Eigi létti hann fyrr en hann kom í Kolla-
fjörð; var þá tekit til leiks,“ Kjaln. 18. Þegar Kolfinnur hefur
1 Rudolf Thurneysen 1921, 404—405.
2 1 Sörla þætti segir Þórdís: „Nú er mikit um sólskin ok sunnanvind,
ok ríðr Sgrli í garð,“ SQrla þáttr 1940, 110. 1 Þiðriks sögu segir Odila:
„nu er vestan veðr oc sunan oc fagrt skin oc heitt. oc stundvm smatt regn
oc fagrt austan oc norðan huat kemr þaðan nema enn ungi egarð,“ ÞiS-
riks saga II 1908-11, 165, sbr. einnig orð Grímhildar, ÞiSriks saga 11
1908-11, 297. Munurinn á orðum Sörla þáttar og Þiðriks sögu, sem er
vafalaust fyrirmyndin hér, er varla meiri en munur orðanna í Kjalnes-
inga sögu og Þiðriks sögu.
3 Sjá t. d. Jón Helgason 1948, 60-62.