Studia Islandica - 01.06.1967, Page 63

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 63
61 kristinrétti, þar eð hér er um lagalegt atriði að ræða í sög- unni. Þó ber að athuga, að í Hómilíubók kemur fyrir „i atrvn- aþi rængom.“ 1 4.15. Hér hafa verið talin nokkur rit, sem höfundur Kjalnesinga sögu kann að hafa þekkt. Slíkar athuganir eru þó vandkvæðum bundnar. Stundum er án efa um tilviljun að ræða, eða þá að stuðzt er við glatað rit, e. t. v. sameigin- lega heimild. Sá, sem tekur að láni, getur breytt af tilviljun og oft vafalaust af ásettu ráði, þannig að samanburður verð- ur óviss. Sennilega mætti tína til fleiri rit með svipuðmn rökum, sbr. sumt það, sem rakið er í 2.1.-2.50. T. d. mætti gizka á, að höfundur Kjalnesinga sögu hafi þekkt Eiríks sögu rauða, sbr. 2.26. Það má einnig bera saman við Hauk, en Eiríks saga er í Hauksbók, og Haukur rekur sjálfur ætt sína frá Þorfinni karlsefni.2 Einnig má benda á allnokkur likindi með Brandkrossa þætti, þegar Grímur leitar hellis Geitis inn af Þrándheimi og dvelur þar veturlangt, og Kjalnesinga sögu, sbr. 2.44.-2.46.3 Brandkrossa þáttur er talinn saminn sem viðauki framan við Droplaugarsona sögu.4 Hugsanlegt er, að Haukur hafi þekkt hana, og þá e. t. v. einnig viðauk- ann, ef hann er svo gamall, sbr. viðbót hans í Landnámu um Bersa: „er Bersa staðir erv (við) kendir,“ sbr. Droplaugar- sona sögu: „Bersi hét maðr, er bjó á Bersastgðum." 5 Sbr. einnig áhuga Hauks á skálanum í Krossavík, sjá 5.2., en Krossavík kemur við sögu í Droplaugarsona sögu. Hér er einnig sleppt að athuga þau rit, sem kunna að styðjast við Kjalnesinga sögu. Þannig er t. d. um Sturlaugs sögu, en þar koma fyrir ýmsar líkingar við Kjalnesinga sögu. Það er varla tilviljun, að með þessum sögum eru einnig orðalagslíkingar. 1 Homiliu-bók 1872, 147. 2 Hauksbók 1892-96, 444. 3 Brandkrossa þáttr 1950, 187-189, Kjalnesinga saga 1959,28-33. Sbr. t. d. orðalagslíkingu: „Þá spurði Þorsteinn, ef npkkur ornefni vissi hann, þau er Geiti væri kennd við. Hann kvað heita Geitishamra," og „Hann fréttist þá fyrir um örnefni; var honum þá sagt, hvar Dofrafjall var.“ 4 AustfirSinga sogur 1950, lxxxii. 5 Landnámabók 1900, 88, Droplaugarsona saga 1950, 142.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.