Studia Islandica - 01.06.1967, Page 97

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 97
95 Jóhannesson skrifað grein, og verður mjög stuðzt við hana hér.1 Gizur galli var fæddur 1269. Árið 1306 vó Gizur galli mann og fór utan tveimur árum síðar, 1308. Jón Jóhannes- son álítur líklegt, að hann hafi verið dæmdur utan á náð konungs. Árið eftir, 1309, er Gizur galli þó orðinn hirðmað- ur Hákonar Magnússonar Noregskonungs. Ári síðar sendir konungur Gizur norður á Finnmörk eftir skatti, sem ekki hafði fengizt um mörg ár, ásamt Valtý, sem sennilega var einnig íslenzkur, og kom Gizur með skattinn 1311. Árið 1312 kom Gizur út aftur og kvæntist 1313 Þuríði ögmundardótt- ur, Þórðarsonar, úr Bæ, en hún var bróðurdóttir Járngerðar, konu Erlends Ólafssonar lögmanns. Sama ár særðu Aust- menn Gizur á Gáseyri við Eyjafjörð, og var að því Úlfur af Dunga og tvær skipshafnir. Gizur lá þá tólf mánuði í sárum. Gizur fór síðan aftur til Noregs 1315, og getur Jón Jóhannes- son þess til, að hann hafi viljað rétta hlut sinn við Austmenn. 1 þeirri ferð lenti Gizur í ævintýrum, og segir svo í Flat- eyjarannál við árið 1317: „hafdi Hakon kongr vti leidangr ok for til Suia rikis. Þar fellu hertugarnir badir Eirekr ok Valldemar. enn vm haustid er kongr for burt fraus inni eitt skip hans er styrdi herra Giardar. Suiar logdu at þeim enn þeir vorduz vel. þa var Gizorr galli skotinn i gegnum afl- voduann a vinstra armlegg med spioti. þa var þeim heitit gridum ok fangadir sidan allir ok hognir nema Giardar ok Gizor. þeim var inn kastat i ymbrodogum vm haustid ok i iarn settir. litlu sidar var herra Giardar hogginn enn Gizor sat eptir til pascha.“ Við árið 1318 segir annállinn enn frem- ur: „vtleystr Gizor galli af turninum i Suia riki laugardag fyrir pascha ok kom aftr i Noreg á fund Hakonar kongs.“ 2 Um þetta segir Jón Jóhannesson: „Eitthvað er bogið við þessa frásögn, þótt naumast sé hægt að gera ráð fyrir, að hún sé tilbúningur frá rótum. Engar aðrar heimildir eru til 1 Jón Jóhannesson 1958, 302-308. 2 Islandske Annaler 1888, 394, 666.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.