Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 269 Ritrýnd grein / Peer reviewed Vatnajökull og grennd í tímans rás Grein 2: Samskiptin yfir jökul í árdaga Hjörleifur Guttormsson Hér birtist önnur grein af þremur undir fyrirsögninni Vatnajökull og grennd í tímans rás. Í þeirri fyrstu1 var farið yfir það sem einkennir aðstæður hér- lendis þar sem stór hluti landsins er óbyggilegur og ferðir um hálendið voru til skamms tíma takmarkaðar við fáeina fjallvegi. Vísað var til þess að fátt finnst í rituðum heimildum fyrir 1600 um Vatnajökul, stærð hans og svipmót og ferðir manna yfir jökulinn til fiskveiða við ströndina sunnan hans. Sagt var frá nýlegum rannsóknum á stærð Vatnajökuls og þróun skriðjökla sem frá honum skríða. Getið var helstu útróðrarstaða í Skaftafellssýslum og heimilda um Hálsahöfn í landi Borgarhafnar í Suðursveit, sem var lengi þeirra stærst. Raktar voru heimildir um minnkandi gróðurfar norðan jökulsins og lýst að- stæðum þar í helstu gróðurvinjum ásamt fornleifum sem votta um mannvist forðum tíð. Í þessari grein eru raktar helstu heimildir um ferðir frá Fljótsdalshéraði og úr Norðurlandi yfir jökulinn og í grennd hans til sjóróðra. Vísað er á líklegar ferðaleiðir á jökli og um byggðir beggja vegna og raktar ritaðar heimildir nátt- úrufræðinga og áhugamanna frá 19. og 20. öld um hálendisferðir. Bent er á líklegar minjar um verbúðir í landi Hestgerðis og getið sagna um samskipti vermanna við heimafólk í Suðursveit. Sérstaklega er vakin athygli á tengslum Skriðuklausturs við Borgarhöfn og Hálsahöfn á 16. öld, og Skaftafells og Möðrudals yfir jökul fyrr á öldum. HVAÐ VITUM VIÐ UM FERÐIR YFIR VATNAJÖKUL FORÐUM TÍÐ? Eftir yfirlit í fyrri grein um Vatna- jökul og gróðurfar í grennd hans, einkum að norðanverðu, er komið að megintilefni þessarar greinasyrpu, sem er að rýna í vísbendingar og heimildir um ferðir manna fyrr á tíð yfir sjálfan jökulinn (1. mynd). Það er til marks um tilfinnanlegar eyður í Íslandssögunni að lítið sem ekkert skuli finnast skrá- sett um slíkar ferðir frá stuttu innskoti í Droplaugarsona sögu og þar til um og eftir 1700 að Árni Magnússon nefnir þær í minnispunktum sínum, og ýmsir fleiri í kjölfarið. Þá var hins vegar svo komið að Íslendingar áttu lítil sem engin erindi við stækkandi jökla lands- ins, og ferðir um hálendi og óbyggðir landshluta á milli voru í lágmarki, meðal annars vegna ótta við útilegumenn og Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 268–281, 2020

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.