Þjóðmál - 01.06.2016, Page 82

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 82
„Það er því ekki verið að vega að þingræðinu með því að beita lýðræðinu á þann hátt að fóikið fái sjálft í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja dóm á mál sem forseti íslands hefur kosið að vísa til þjóðarinnar. Með ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu er á lýðræðislegan hátt verið að færa valdið í hendur fólksins, sem þjóðkjörnir fulltrúar sækja umboð sitt frá. Það að slíkur réttur skuli vera fyrir hendi veitir þingræðinu og ekki síður framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald, sem styrkir lýðræðið." Jóhcmna Sigurðardóttir í blaðagrein árið 2004. lýðveldisins en heimila þess í stað þjóðar- atkvæðagreiðslu. Rökin væru einföld: Það væri óþarft„eða a.m.k. ekki eins mikil ástæða til þeirrar heimildar ef opnaðist fyrir þann lýðræðislega rétt fólksins að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ef fimmtungur kosningarbærra manna óskar þess". Athyglisvert er að lesa grein sem Jóhanna skrifaði í Morgunblaðið 8. júní 2004 þegar tekist var á um umdeild fjölmiðlalög, sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Þá var Jóhanna í stjórnarandstöðu. Jóhanna skrifaði: „Það er beinlínis hlægilegt að hlusta á ráðamenn hafa áhyggjur af þingræðinu nú - menn sem stjórnað hafa þjóðinni með ráðherraræði í hartnæráratug. Lýðræðið er, engu síður en þingræðið, hornsteinn og grundvallarregla íslenskrar stjórn- skipunar. Það er því ekki verið að vega að þingræðinu með því að beita lýðræðinu á þann hátt að fólkið fái sjálft í þjóðar- atkvæðagreiðslu að leggja dóm á mál sem forseti íslands hefur kosið að vísa til þjóðarinnar. Með ákvörðun um þjóðar- atkvæðagreiðslu erá lýðræðislegan hátt verið að færa valdið í hendur fólksins, sem þjóðkjörnirfulltrúarsækja umboð sitt frá. Það að slíkur réttur skuli vera fyrir hendi veitir þingræðinu og ekki síður fram- kvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald, sem styrkir lýðræðið." Jóhanna hélt síðan áfram: „í stjórnartíð Davíðs Oddssonar hefur fram- kvæmdavaldið styrkst gífurlega á kostnað bæði þingræðis og lýðræðis. Mörgum hefur fundist stjórnarhættir oddvita stjórnarflokkanna minna meira á tilskip- anir einræðisherra en lýðræði, enda hafa ákvarðanir þeirra iðulega endað fyrir dóm- stólum. Ekki er hikað við að keyra í gegnum þingið lög sem beinist að þeim sem standa ekki og sitja eins og valdstjórnin vill. Nægir þar að nefna fjölmiðlalögin og niðurlagn- ingu á Þjóðhagsstofnun." Jóhanna skrifaði jafnframt: „Nú eru þessir sömu menn [Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, innsk. Þjóðmál] fullir vandlætingar og tala um atlögu að þingræðinu, þegarforseti lýðveldisins beitir málskotsrétti sínum, sem honum er tryggður í stjórnarskránni og vísar umdeildu máli til þjóðarinnar. Nei - svo oft hafa núverandi valdhafar misboðið þing- ræðinu og lítilsvirt það, að það fer þeim illa að bera á þessum tímamótum fyrir sig umhyggju fyrir því. í reynd hefur lýðræðið nú vikið til hliðar ráðherraræðinu og í framhaldinu gæti þetta átt eftir að styrkja þingræðið." Gagnrýni Jóhönnu er merkileg í Ijósi við- bragða hennar og Steingríms J. Sigfússonar við synjun forsetans á lcesave-lögunum. En 2004 skrifaði Jóhanna í áðurnefndri grein: „Viðbrögð oddvitanna einkennast nú af hefnd vegna þess að forsetinn setti valdið í hendur fólksins. Þeir vilja taka málskots- réttinn af forsetanum sem gengur gegn lýðræðinu og mun treysta enn frekar í sessi ráðherraræðið á íslandi." Nokkru síðar skrifaði Jóhanna sem þá var í stjórnarandstöðu:: „Ef stjórnarherrunum er alvara í því að ætla að leggja til að afnema málskotsrétt 80 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.