Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 65
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 63 Margar tillögur kunna að koma fram og óvíst er hver niðurstaðan af þeirri umræðu yrði, með tilheyrandi óvissu fyrir rekstrarskilyrði sjávarútvegs. Það er komin reynsla á gildandi fyrirkomulag sem tryggir ákveðinn fyrirsjáan­ leika. Líklega er því betra að sníða vankantana af því kerfi sem er við lýði í dag en að hefja vegferð sem er óvíst hvar endar. Gjald sem er í raun skattur Þótt umræða um veiðigjald á Íslandi eigi sér langa sögu, alveg aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar, er veiðigjaldið tiltölulega nýtt af nálinni. Veiðigjald kom fyrst í lög árið 2002 eftir umtalsverðar rökræður í íslensku samfélagi. Síðan þá hefur veiðigjaldið tekið talsverðum breytingum og ekki er útlit fyrir að þeim ljúki á næstu misserum. Í grundvallaratriðum felur veiðigjald í sér skatt sem lagður er á eigendur íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar á nytjastofn um sjávar. Þrátt fyrir að veiðigjald sé gjald að nafninu til er um skatt að ræða, eins og Hæstiréttur hefur staðfest í Hrd. 28 janúar 2016 (461/2015) (Halldór fiskvinnsla) og Hrd. 23. mars 2017 (213/2016) (Vinnslustöðin). Veiðigjald hefur tvö lögfest markmið, annars vegar að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og hins vegar að tryggja þjóðinni í heild hlutdeild í þeim arði sem hlýst af nýtingu sjávarauðlinda. Í því skyni innheimtir íslenska ríkið veiði gjald og notar til almenns reksturs síns. Í ljósi þess hefur verið umdeilt meðal lögspekinga hversu raunhæft inntak það hefur að vísa til þjóðarinnar, enda getur hún ekki átt neina eign nema fyrir atbeina ríkisvaldsins. Hvernig virkar veiðigjald? Útreikningur á veiðigjaldi er tiltölulega flókinn en má setja fram með eftirfarandi hætti: 1. Reiknaður er stofn veiðigjalds fyrir botnfisk annars vegar og uppsjávarfisk hins vegar. Stofn veiðigjalds er í báðum tilvikum 33% af öllum hagnaði af veiðum botnfisks annars vegar og uppsjávarfisks hins vegar og 33% af tilteknu hlutfalli af hagnaði fiskvinnslu. 2. Veiðigjaldsstofnunum er svo deilt niður á hverja og eina fisktegund í samræmi við afkomuígildi hennar. Afkomuígildi er mælikvarði á hversu arðbært er að veiða viðkomandi fisktegund miðað við þorsk. Þannig bera arðbærari fisktegundir hærra veiðigjald en þær sem eru minna arðbærar. Vert er að taka fram að um mikla einföldun á útreikningi veiðigjalds er að ræða en í grundvallaratriðum er gjaldið reiknað með framangreindum hætti. Hugrökkustu lesendurnir geta flett upp lögum nr. 74/2012 um veiðigjald og lesið ákvæði 7. til 9 vilji þeir lesa frumtextann. Samkvæmt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi munu tekjuskattur og veiðigjald nema tæplega 60% af hagnaði fiskveiðifyrirtækja á árinu 2018, sem er aukning um helming frá síðasta ári, á sama tíma og rekstrarskilyrði í greininni hafa versnað. Ljóst er að hjá sumum fyrirtækjum er hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds minna en 58%, en hjá öðrum er það meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.