Þjóðmál - 01.12.2019, Page 8

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Eftir að fluttar voru fréttir af því í þættinum Kveik í ríkissjónvarpinu að óhreint mjöl væri í pokahorni útgerðarrisans Samherja í Namibíu hófu samtök um nýja stjórnarskrá hér á landi, Stjórnarskrárfélagið, að efna til útifunda á Austurvelli. Fyrsti fundurinn var haldinn laugardaginn 23. nóvember 2019 og var kynntur á þennan hátt: „Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Gegnsæi, samtök gegn spillingu, og hópur almennra borgara og félagasamtaka hefur tekið sig saman og flautað til mótmælafundar á Austurvelli nk. laugardag, 23. nóvember, klukkan 14. Almenningur í Namibíu er rændur af íslenskri stórútgerð. Almenningur á Íslandi er rændur arðinum af auðlindum sínum. Tugir milljarða eru færðir árlega í vasa stórútgerða sem ættu að renna í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins. Óréttlætið þrífst í skjóli úreltrar stjórnar skrár og pólitískrar spillingar. Stjórnmála flokkar standa auðsveipir gagnvart sérhagsmunum örfárra sem náð hafa heljartaki á þjóðlífinu í skjóli lögverndaðs arðráns og ofsagróða. – Fjárhagsleg samskipti stórútgerða og stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þarf að rannsaka og skera upp herör gegn skatta skjólum og peninga þvætti.“ Björn Bjarnason Stjórnarskrárfélag í kreppu – hálmstrá stjórnarandstöðu Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson var aðalræðumaður á fundi Stjórnarskrárfélagsins á Austurvelli 7. desember. Af ræðu hans að dæma virðist hann lítið vita um stjórnarskrármálið og gang þess. (Mynd: Skjáskot af visir.is)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.