Þjóðmál - 01.12.2019, Page 18

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 18
16 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Opnað á samvinnuleið Haustið 2019 kom fram frumvarp í samráðs­ gátt stjórnvalda um samvinnuleið við vega­ gerð. Þar er Vegagerðinni veitt heimild til að gera samning við einkaaðila um samgöngu­ framkvæmdir og nær heimildin til sex verkefna. Þau eru brú á Ölfusá á hringveginum, vegarkafli á hringveginum um Hornafjarðar­ fljót, Axarvegur, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli, Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Verði frumvarpið að lögum verður heimilt að kosta slík verkefni með gjaldtöku af umferð og verða mann­ virkin eign ríkisins við lok samningstíma án sérstaks endurgjalds. Þarna er mótuð umgjörð um samvinnuleið í vegagerð, ábatasamir vegarkaflar eru byggðir upp og ríkissjóður getur nýtt takmarkaða fjármuni í aðrar framkvæmdir sem verður þá ráðist í fyrr en ella. Samkeppni er mikilvægt stef í þessari stefnu­ mörkun. Þessi sex verkefni sem heimilt verður að ráðast í með samvinnuleið stytta vegalengdir og spara þannig tíma og fjármuni. Vegfarendur hafa jafnframt val um aðrar leiðir og því er skýr samkeppni þar sem valið stendur á milli þess að greiða fyrir tímasparnað eða fara eldri leið sem jafnframt er lengri og tímafrekari en ekki þarf að greiða fyrir. Þetta þekkja landsmenn vel í Hvalfirði þar sem ótvíræður ávinningur er af því að greiða gjald fyrir að aka um Hvalfjarðargöng. Forsenda þess að einkaaðilar sjái sér hag í slíkum samvinnuverkefnum er að ábati vegfarenda sé til staðar þannig að verkefnið sé arðbært. Önnur lögmál Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um hátt í 50% á fáeinum árum sé miðað við ferðatíma á annatíma. Árið 2012 var undirritað samkomulag af hálfu innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga um eflingu almenningssamgangna og frestun á stórum vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Nær engar vega framkvæmdir hafa átt sér stað á höfuðborgar svæðinu frá þeim tíma og fjármagni varið í meira mæli í almennings­ samgöngur. Samkomulagið virðist þó ekki hafa borið ávöxt en hlutdeild fjölskyldubílsins hefur aukist til muna á þessu tímabili þvert á fyrirætlanir borgaryfirvalda. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 en þar eru ráðgerðar framkvæmdir upp á 120 milljarða þar sem mest munar um borgarlínu (50 milljarðar) og lagningu Miklubrautar í stokk (22 milljarðar). Markmiðið er meðal annars að auka hlutfall almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Það er sannarlega tímabært að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og þessum áformum er fagnað þá er fjármögnun verkefnisins ekki tryggð, það vantar 60 milljarða upp á. Ríkissjóður og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt að leggja til 60 milljarða en hinn helmingurinn á að koma af innheimtu svokallaðra flýti­ og umferðargjalda. Þetta hafa einnig verið kölluð tafagjöld. Undanfarinn áratug eða svo hafa innviðir landsins setið á hakanum og fjármagni varið í önnur málefni. Afleiðingar þessa eru reglulegt fréttaefni og með þessu hefur skuldum verið velt á komandi kynslóðir.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.