Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 18

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 18
16 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Opnað á samvinnuleið Haustið 2019 kom fram frumvarp í samráðs­ gátt stjórnvalda um samvinnuleið við vega­ gerð. Þar er Vegagerðinni veitt heimild til að gera samning við einkaaðila um samgöngu­ framkvæmdir og nær heimildin til sex verkefna. Þau eru brú á Ölfusá á hringveginum, vegarkafli á hringveginum um Hornafjarðar­ fljót, Axarvegur, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli, Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Verði frumvarpið að lögum verður heimilt að kosta slík verkefni með gjaldtöku af umferð og verða mann­ virkin eign ríkisins við lok samningstíma án sérstaks endurgjalds. Þarna er mótuð umgjörð um samvinnuleið í vegagerð, ábatasamir vegarkaflar eru byggðir upp og ríkissjóður getur nýtt takmarkaða fjármuni í aðrar framkvæmdir sem verður þá ráðist í fyrr en ella. Samkeppni er mikilvægt stef í þessari stefnu­ mörkun. Þessi sex verkefni sem heimilt verður að ráðast í með samvinnuleið stytta vegalengdir og spara þannig tíma og fjármuni. Vegfarendur hafa jafnframt val um aðrar leiðir og því er skýr samkeppni þar sem valið stendur á milli þess að greiða fyrir tímasparnað eða fara eldri leið sem jafnframt er lengri og tímafrekari en ekki þarf að greiða fyrir. Þetta þekkja landsmenn vel í Hvalfirði þar sem ótvíræður ávinningur er af því að greiða gjald fyrir að aka um Hvalfjarðargöng. Forsenda þess að einkaaðilar sjái sér hag í slíkum samvinnuverkefnum er að ábati vegfarenda sé til staðar þannig að verkefnið sé arðbært. Önnur lögmál Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um hátt í 50% á fáeinum árum sé miðað við ferðatíma á annatíma. Árið 2012 var undirritað samkomulag af hálfu innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga um eflingu almenningssamgangna og frestun á stórum vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Nær engar vega framkvæmdir hafa átt sér stað á höfuðborgar svæðinu frá þeim tíma og fjármagni varið í meira mæli í almennings­ samgöngur. Samkomulagið virðist þó ekki hafa borið ávöxt en hlutdeild fjölskyldubílsins hefur aukist til muna á þessu tímabili þvert á fyrirætlanir borgaryfirvalda. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 en þar eru ráðgerðar framkvæmdir upp á 120 milljarða þar sem mest munar um borgarlínu (50 milljarðar) og lagningu Miklubrautar í stokk (22 milljarðar). Markmiðið er meðal annars að auka hlutfall almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Það er sannarlega tímabært að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og þessum áformum er fagnað þá er fjármögnun verkefnisins ekki tryggð, það vantar 60 milljarða upp á. Ríkissjóður og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt að leggja til 60 milljarða en hinn helmingurinn á að koma af innheimtu svokallaðra flýti­ og umferðargjalda. Þetta hafa einnig verið kölluð tafagjöld. Undanfarinn áratug eða svo hafa innviðir landsins setið á hakanum og fjármagni varið í önnur málefni. Afleiðingar þessa eru reglulegt fréttaefni og með þessu hefur skuldum verið velt á komandi kynslóðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.