Þjóðmál - 01.12.2019, Side 29

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 29
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 27 Það verður ekki horft framhjá því að þrátt fyrir að Lífskjarasamningurinn bæti hag heimilanna er hann kostnaðarsamur fyrir fyrirtækin í landinu. Aðspurður um þetta bendir Halldór Benjamín á að 98% atvinnu­ rekenda innan vébanda SA hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu. „Laun á Íslandi eru vissulega há og hagkerfið stendur ekki undir frekari launahækkunum með góðu móti,“ segir Halldór Benjamín og vísar þar til atvinnulífsins í heild sinni en ekki bara nýjustu samninga. „Í alþjóðlegum samanburði eru laun á Íslandi ein þau hæstu í heimi. Það er ákveðinn ventill í hagkerfinu og loftið mun fara út um þann ventil ef við hækkum laun of mikið. Á undan­ förnum árum hefur ventillinn verið verðbólga í gegnum fall krónunnar. Því er ekki að heilsa núna, verðbólga er undir verðbólgumarkmiði og gengið er stöðugt. Sennilega hefur raun­ gengið styrkst varanlega og við erum enn með viðskiptaafgang í utanríkisviðskiptum þótt hagvöxtur sé hverfandi. Raunaðlögun í hagkerfinu er öðruvísi en áður. Það á sér stað ákveðin hagræðing í atvinnulífinu, fyrst og fremst með framleiðniaukandi aðgerðum, lækkun kostnaðar og tækniþróun. Þetta er einfaldlega fórnarkostnaður þess að vera með há laun í landinu. Við þurfum að vera raunsæ, bæði forystumenn SA og verkalýðshreyfingin. Upp á hið síðara virðist oft vanta. Það er rúmt ár síðan ég lýsti því yfir að það ríkti svikalogn í hagkerfinu. Hagtölurnar á þeim tíma studdu ekki þá fullyrðingu og ég var gagnrýndur harðlega. Við höfðum nýlokið fundaherferð um landið þar sem við fórum og ræddum við atvinnurekendur og fólk á landsbyggðinni um hvernig gengi. Þá var fólk byrjað að finna fyrir því að aðstæður voru að breytast. Síðastliðna átján mánuði hef ég verið sann­ færður um að kólnun væri fram undan, eins og er að koma í ljós um þessar mundir. Það er ekkert í líkingu við það sem átti sér stað haustið 2008; þetta er þvert á móti eðlileg aðlögun í hagkerfinu en hún er sársaukafull meðan á henni stendur. En spáin reyndist hárrétt.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.