Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 29
27
7o B A-fl. 0 B-fl. 8 C-fi.
Linurit 5. Áhrif fangs á fyrsta vetri á meðalmál ærfallanna
við aftasta rif 1G mánaða (A-fl. = 100) effect of breediny
yenrliny ewes on their averaye internal carcass measure-
ments at 16 months of aye (lot A = 100).
vöðva og fitu á síðunni hagstæðara fyrir neytandann. Séu vöðvar á
síðunni mjög þunnir, hættir við, að síðurnar verði of feitar til þess að
falla í smekk flestra neytenda.
Breidd bakvöðvans, A. Þetta mál er næstum því eins í öllum flokk-
um, þó aðeins hærra í B- og C-flokki en í A-floklti, tafla 19. Sá munur er
þó langt frá því að vera raunhæfur. Það hefur því ekki dregið úr þroska
bakvöðvans á breiddina, að gimbrarnar í C-floltki gengu með lömbum.
Þykkt bakvöðvans, B. Bakvöðvinn er bezt þroskaður í A-flokki,
1.9% þynnri í B-flokki, en þynnstur í C-flokki, 14.9% þynnri en í
A-flokki, tafla 19 og línurit 5. Rannsókn frávika, tafla 20, sýnir, að
Tafla 20. Raunhæfni mismunar flokkanna á meðalþykkt bakvöðvans (B) í mm.
Siynificance of lot differences in the mean depth of „eye-muscle“ (B) mm.
F milli flokka between lots = 8.36 RRR.
Meðalskekkja Tala
flokksmeðaltalna einstaklinga
A-flokkur B-flokkur C-flokkur S. E. of No. of
lot A lot B lot C mean individuals
A-flokkur lot A . 28.09 ER RRR 0.950 11
B-flokkur lot B . 27.55 RR 0.950 11
C-flokkur lot C .. - - 23.90 0.688 21
RRR = raunhæfur í 99.9% tilfella siynificant at 0.1% level. RR = raunhæfur í
99% tilfella siynificant at 1% level. ER = ekki raunhæfur not siynificant.