Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 35

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 35
33 gotnanna eru ekki jafnfeit og föllin af algeldu gimbrunum. Vegna þess, hve fitan er lítill hluti af heildarþunga fallanna, er skiljanlegt, að þótt raunhæfur munur sé á fitu fallanna í þessum flokkum, þá verði sá þunganiunur fallanna í heild, sem orsakast aðeins af þeim mun, sem er á fitunni, ekki raunhæfur. Lambgsgoturnar höfðu 26.2% minni nýrmör og netjumör en algeldu gimbrarnar, og er sá munur raunhæfur. Þar eð fitan er sá eini af líkamsvefjunum, sem getur tekið út vöxt og þroska, eftir að kindin er að öðru leyti fullvaxin og allt til þess, að hún fer að fella af fyrir elli sakir, má ganga út frá því, að ekki hafi dregið varanlega úr vexti og þroska lambsgotnanna við að ganga með fóstrið og missa það. Allar líkur eru til þess, að hefði lambsgotunum verið slátrað skömmu eftir að þær misstu og' þroski einstakra líkams- vefja þeirra hefði þá verið borinn saman við þroska sömu vefja í algeld- um gemlingunum, hefði komið í ljós, að beina- og vöðvaþroski hefði beðið einhvern hnekki við, að lambsgoturnar gengu með fóstri og misstu, því einmitt á því tímabili stækka gemlingar allmikið, þótt þeir fitni þá ekki og jafnvel leggi af (missi fitu). Fljótt á litið hefði því mátt búast við, að lítill eða enginn munur fyndist á fitusöfnun algeldu gimbranna og lambsgotnanna að haustinu, því að þær hefðu átt að hafa jafnan möguleika til þess að fitna yfir sumarið. Frekar hefði mátt búast við einhverjum mun á beina- og vöðvaþroska. Það sem skeður er alveg hið gagnstæða. Tímabilið er stutt, sem lambsgoturnar hafa liðið vegna fósturmyndunar og vanlíðanar um burð, þegar þær misstu. Þegar þær hafa jafnað sig nokkuð, eftir að hafa misst, er enn langt frá því, að vaxtarskeiði beina og vöðva sé lokið. Þessir vefir, sem liðið hafa nokkurn skort um skeið, taka þá til sín með auknum krafti þá næringu, sem bcrst til líkamans með blóðinu til þess að byggja upp það, sem tapaðist. Þetta verður á kostnað fitusöfnunar, því fita myndast aðeins af þeirri næringu, sem aflögu er, eftir að vaxtargetu allra annarra og bráðþrosk- aðri vefja hefur verið fullnæg't. Samanburður á dilkgengnu gimbrunum, þeim algeldu og lambs- gotum, sýnir, að það dregur mjög úr vænleika og þroska veturgamalla gimbra að eiga lamb og mjólka því yfir sumarið. Mjólkurmyndunin dregur mun meira úr þroska gimbranna en fósturmyndunin og van- líðan við burðinn, því þroskamunur lambsgotnanna og algeldu gimbr- anna er mun minni en dilkgengnu gimbranna og lambsgotnanna. Samt sem áður hafa hin nauðsynlegustu líffæri í heild, innyflin, haus og fætur, náð næstum því eða alveg jafnmiklum þroska hjá dilksugunum og algeldu gimbrunum, þrátt fyrir ])að, að þungi þeirra fyrrnefndu á fæti væri 15.6% minni en þeirra síðarnefndu. Áhrifanna g'ætir nær ein- göngu á fallið, gæruna og mörinn. Mjög hefur dregið misjafnlega úr þroska hinna einstöku vefja fallsins hjá dilksugunum. Þótt meðalfall- þungi þeirra væri 21.3% lægri en algeldu gimbranna, höfðu bein dilk- sugnanna vaxið jafnmikið á lengdina og bein algeldu gimbranna. Aðeins lítið eitt hafði dregið úr þykktarvexti og þar með þunga beinanna í 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.