Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 41

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 41
39 lamblausar eða með dilk tvævetrar. Samanburður á C- og D-flokki sýnir, hvort tvílembdar tvævetlur eru lakar þroskaðar en einlembdar. Sá annmarki er þó á samanburði D-flokks, við hvern hinna flokkanna sem er, að ærnar í D-flokki voru upphaflega aðeins vænni lömb og lítið eitt eðlisstærri, sjá síðar bls. 57, enda hlutfallslega fleiri af einum stór- vöxnum ættstofni en í hinum flokkunum. Einnig eru fullfáir einstakl- ingar bæði í D- og E-flokki til þess að byggja á nákvæmar saman- burðarrannsóknir. Eins og í kafla I er gerður samanburður á raunverulegri meðal- þyngd flokkanna á fæti, á afurðum þeirra og einnig á málum fallanna. Til þess að gefa enn gleggra yfirlit um mismun á þroska flokkanna, er þyngd afurða og mál fallanna í A-, C-, D- og E-flokki sýnd í hlutfalli við þunga sömu afurða og mál í B-flokki, þ. e. þyngd og mál í B-flolcki eru reiknuð sem 100 og þyngd og mál hinna flokkanna reiknuð í hlut- falli við það. B-flokkur er hér lagður til grundvallar, því ærnar í honum voru algeldar gemlingsárið eins og A-fl. í I. kafla (bls. 9), en gengu með einu lambi tvævetlur og verður því að álíta, að þær hefðu átt að taka út eðlilegan þroska til tveggja vetra aldurs, miðað við algengustu buskaparvenjur hér á landi. Þessi samanburður er gefinn í töflum, sem einnig eru skýrðar með línuritum. Árangur rannsóknanna. A. Áhrif á þunga á fæti. Tafla 27 og línurit 6 sýna, hvernig meðalþungi ánna á fæti í hverjum flokki hefur breytzt á nokkurra mánaða millibili á tveimur árum frá því þær voru um 4 mánaða gömul lömb haustið 1948, þar til þær voru 28 mánaða gamlar ær haustið 1950, er þeim var slátrað. Lambsveturinn, frá 1. okt. 1948 til 5. maí 1949, þyngdust algeldu gimbrarnar 2.98 kg að meðaltali, vegið meðaltal þyngdaraukningar A- og B-flokks. Þær lembdu þyngdust á saina tíma að meðaltali 6.72 kg, vegið meðaltal þyngdaraukningar C-, D- og E-flokks. Þetta er þvi sem næst sama þyngdaraukning bæði á geldu og lembdu gemlingunum eins og varð veturinn eftir á þeim gemlingum, sem fjallað er um í kafla I, sjá töflu 1, bls. 10. Yfir sumarið frá 11—16 mánaða aldurs þyngdust algeldu gimbrarnar (A- og B-fl.) að meðaltali 17.02 kg, en þær sem gengu með dilkum (C-, D- og E-fl.) 6.37 kg. Þær geldu þyngdust þvi 3.21 kg minna og þær mylku 1.65 meira en tilsvarandi flokkar (A- og C-flokltur) í kafla I. Yfir árið frá 4—16 mánaða aldurs þyngdust geldu gimbrarnar (A- og B-fl.) 20.00 kg að meðaltali, en þær dilkgengnu (C-, D- og E-fl.) 13.09 kg. Það, að dilkgengnu gimbrarnar skyldu þyngjast 1.56 kg ineira að meðaltali yfir árið en dilkgengnu gimbrarnar í kafla I, orsakast að öllum líkindum af því, að þær hafa mjólkað eitthvað minna yfir sumarið. Vorið 1949 var með afbrigðum hart fram yfir fardaga, og var lembdu gimbrunum gefið inni bæði bornum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.