Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 6
4
og jafnvel afurðaminni fullorðnar. Þorri þeirra bænda, sem aldrei hafa
hleypt til gemlinga, heldur enn fast við þá gömlu skoðun, að slíkt sé
hæpin búskaparaðferð, sem aðeins gefi stundarhag, þegar bezt gegni.
Þegar deilt er um þetta mál, vantar fastan grundvöll til þess að
byggja umræður á. Engar tilraunir eða skipulegar athuganir hafa verið
gerðar hér á landi, til þess að leiða sannleikann í ljós. Bændur hafa að
vísu hver um sig sína eigin reynslu, en venjulega án tölulegra sannana.
Ráðunautar og aðrir leiðbeinendur hafa svo orðið að mynda sér skoð-
anir um málið, bvg'gðar á frásögnum einstakra bænda og lauslegum yfir-
litsathugunum.
Vegna skorts á raunhæfri þekkingu á þessu máli, ákvað höfundur
að nota tækifærið, þegar fjárskiptin fóru fram á tilraunabúinu að Hesti
í Borgarfirði haustið 1950, og rannsaka, svo rækilega sem kostur var á,
hvaða áhrif það hefur á vöxt og þroska ánna, ef þær taka fang á fyrsta
vetri, og enn fremur að hve miklu leyti þær ær ná sér á öðru aldursári,
sem ganga með dilkum veturgamlar. Ekki var kostur að gera þessa rann-
sókn á eldri ám en veturgömlum og tvævetrum, því þriggja og fjögra
vetra ær á Hesti áttu ekki lömb gemlingar, og af 5 vetra ám og eldri voru
svo margar fallnar fyrir mæðiveiki og af öðrum ástæðum, að eftirlifandi
heilbrigðar ær gátu varla talizt eðlileg sýnishorn af ám úr þeim ár-
göngum, sem átt höfðu lömb gemlingar eða verið geldar gemlingsárið.
Tilhögun rannsóknanna, efni og aðferðir,
Rannsóknir eins og þessar er ekki hægt að byggja á fullkomlega
skipulagðri tilraun frá byrjun. Þótt ákveðnum hóp gimbralamba væri
að haustinu skipt í tvo jafna flokka af handahófi, þeir væru fóðraðir
eins, og gimbrar í öðrum þeirra ættu að verða með lömbum, en í hinum
ekki, þá yrði ávallt sú raunin á, að sumar gimbrar, sem ættu að fá, væru
ekki orðnar kynþroska, aðrar höfnuðust ekki og sumar myndu missa
lamb. Ekki var nokkur vissa fyrir því, að þær gimbrar, sem endanlega
kæmu upp lambi, væru rétt sýnishorn af þeim hópnum, sem átti að eiga
lömb. Er því varla annað ráð fyrir hendi en láta tilviljun ráða, hvaða
gimbrar eiga lömb og koma þeim upp, hverjar inissa þau og hverjar
verða algeldar, fóðra þær allar eins og skrásetja reglulega þunga þeirra
á fæti og annað, er upplýsingar gefur um þrif þeirra, framfarir og af-
urðir. Þessari aðferð var fylgt við þessar rannsóknir, að öðru levti en
því, að nokkrum meðallömbum af árganginum, sem fæddur er 1948, var
viljandi haldið algeldum gemlingsárið í sambandi við samanburðartil-
raunir á hreinræktuðu íslenzku fé og erlendum kynblendingum, sem
gerðar voru samtímis á Hesti.
Þessar rannsóknir voru einungis gerðar á hreinræktuðum íslenzk-
um ám á Hesti, er fæddar voru 1948 og 1949, og slátrað var heilbrigðum