Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 7
5 haustið 1950 í síðustu viku september. Voru það 64 ær af eldri árgang- inum, en 43 af þeirn yngri. Veturgömlu gimbrarnar, þ. e. þær ær, sem fæddar voru 1949 og slátrað 1950, eru notaðar til þess að komast að raun um, hvaða áhrif það hefur á vöxt og þroska ánna til 16 mánaða aldurs, ef þær eiga lömb gemlingar, missa þau strax eða ganga með þau yfir sumarið, samanborið við, að þær væru algeldar gemlingsárið. Þessum rannsóknum er lýst í kafla I. Tvævetlurnar, þ. e. ærnar, sem fæddar voru 1948 og slátrað 1950, eru hins vegar notaðar til þess að reyna að finna, að hve miklu leyti þær ær, sein eiga lömb gemlingar, ná sér á öðru aldursári, samanborið við þær, sem ekki áttu lömb gemlingar. Þessum hluta rannsóknanna er lýst í kafla II. I fjárbókum Hestsbúsins voru eftirtaldar upplýsingar fyrir hendi um hverja kind, er þessar rannsóknir ná til: Ættartala eða uppruni, þungi á fæti, sem árlega var skráður þrisvar sinnum: að haustinu um mánaðamótin sept.—okt., um miðjan vetur og loks að vorinu í fyrstu viku maí, — enn fremur allt varðandi afurðir þeirra í dilkuxn. Haustið 1950 var hver þessara kinda vegin á fæti daginn fyrir slátrun. Við slátrun voru afurðir hverrar kindar, kjöt, mör og gæra, sérvegnar, og kjötið metið gæðamati. Kjötið var vegið eftir að hafa hangið 8—-12 klukkustundir í gálga, en mör var veginn strax að lokinni slátrun. Eftir þessum upplýsingum er hægt að sjá, hvaða áhrif það hefur á þunga ánna á fæti á þroslcaskeiðinu, hvort þær eiga lömb gemlingar, og sömu- leiðis hvaða áhrif það hefur á niðurlagsafurðir þeirra veturgamalla og tveggja vetra, er þær voru lagðar að velli. Frarn á síðustu áratixgi, og oft enn þann dag í dag, er látið nxegja, þegar gerðar eru fóðrunartilraunir á dýrum eða tilraunir með vöxt og' þx-oska ungviða, að mæla aðeins breytingar, sem verða á þunga skepn- unnar á fæti eða afurðaaukningu. Þetta er þó mjög ófullnægjandi, því stundum getur allmikill þungamunur orsakast eingöngu af misjafnlega miklu innihaldi meltingarfæranna. Á síðustu áratugum hafa því nokkrir vísindamenn tekið upp fullkomnari rannsóknaraðferðir á vexti og þroska dýra í sambandi við fóðrunar- og ræktunartilraunir, en áður voru not- aðar. Þeir hafa eklci látið sér nægja að vega dýrin á fæti og afurðir þeirra, heldur hafa þeir einnig rannsakað ítarlega áhrif mismunandi næringar, aldurs, kyns (sex) og annarra orsaka á þroska einstakra likamshluta og vefja tilraunadýranna. Brautryðjandi slíkra rannsókna er Hammond (1932), sem gerði ítarlegar rannsóknir á vexti og þroska sauðfjár með tilliti til kjötgæða. Hann vó ekki aðeins hvert líffæri þeirra kinda, sem hann notaði við rannsóknir sínar, heldxxr hlutaði Iiann skrokkana í sundur eftir ákveðnum reglum, vó hvern hluta og aðgreindi svo með hníf (dissection) fitxx, vöðva og bein. Með þessuxn rann- sóknum sýndi hann fram á, hvernig líkamshlutföllin breytast eftir aldri, þunga og kyni. Þannig tókst honuixi að gera grein fyrir hinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.