Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 53
51
vefir og þá sérstaklega fitan, sem er að miklu leyti forðabúr skepn-
unnar, verður undir í baráttunni um þá næringu, sem fyrir hendi er.
Hvað mjólkurmyndunin kemur harðar niður á fitunni en á öðrum
líkamsvefjum kemur enn betur í ljós við samanburð á B- og D-flokki.
Ærnar í D-flokki gengu allar með tveimur lömbum tvævetlur. Wallace
(1948) hefur sýnt fram á, að tvílembur mjólka ávallt meira en ein-
lembur. Tafla 31 sýnir, að tvævetlurnar í D-flokki höfðu 18% léttari
mör, en aðeins 8.2% léttara fall en þær í B-flokki. í hlutfalli við ærnar
í B-flokki hafa því ærnar í D-flokki næstum því alveg jafnþungt fall
og ærnar í C-flokki, en mun minni mör.
Samanburður á mörþunga og' fallþunga ánna í A- og E-flokki í
hlutfalli við þunga þessara afurða í B-flokki (tafla 31 og línurit 7)
sýnir, að hlutfallslega meiri munur er á mörþunga, 45.9%, en á fall-
þunga, 13.7%, ánna í A- og E-flokki. Vantar því meira á, að ærnar i
E-flokki, sem gengu með lambi gemlingar, en voru lamblausar tvævetlur,
hafi frá 16—28 mánaða aldurs unnið upp það þroskatap á mör en falli,
sem þær urðu fyrir við að koma upp lambi veturgamlar. Vefir fallsins,
bein, vöðvar og fita eru í heild bráðþroskaðri en mörinn og hafa því
tekið til vaxtar síns hlutfallslega meira af þeirri næringu, sem var til
staðar umfram það, sem þurfti til viðhalds líkamans í heild, en mörinn.
f. Afurðir alls. Samanlagður meðalþungi niðurlagsafurða: kjöts,
gæru og mörs er í A-flokki 37.64 kg, í B-flokki 30.71 kg, í C-flokki
28.47 kg, í D-flokki 28.24 kg og í E-flokki 32.80 kg. Tvígeldu tvævetl-
urnar í A-flokki lögðu sig því með rúmlega 9 kg meiri söluhæfa vöru
en tvævetlurnar í C- og D-flokki, sem komu upp lömbum bæði árin, um
7 kg meira en ærnar í B-flokki, sem voru geldar veturgamlar, en með
lambi tvævetlur, og tæpum 5 kg meira en ærnar í E-flokki, sem voru
með lambi gemlingar, en lamblausar tvævetlur, tafla 31. Heildarþungi
afurða í C- og D-ílokki er 7.3% og 8% lægri en í B-flokki, tafla 31 og
línurit 7. Sá munur liggur að mestu leyti í því, hve föllin eru léttari í
fyrrnefndu flokkunum. Eftir niðurstöðunum í kafla I, töflu 5 og línuriti
2 að dæma, þar sem sýnt er, að veturgömlu ærnar, dilkgengnu, höfðu
23.5% léttari söluafurðir en þær algeldu, þá hafa tvævetlurnar í C-flokki
unnið upp frá 16—28 mánaða aldurs % hluta af því þroskatapi á
falli, mör og gæru, sem þær urðu fyrir við að ganga með lambi geml-
ingar. Heildarniðurlagsafurðir ánna i A-fl. eru 22.6% hærri en þcirra
í B-fl., sem orsakast af því, að þær fyrrnefndu voru lamblausar tvæ-
vetlur, en hinar gengu með lambi. Hins vegar eru niðurlagsafurðir ánna
í E-fl. aðeins 6.8% hærri en þeirra í B-fl., þótt þær fyrrnefndu væru
lamblausar tvævetlur. Allar tegundir niðurlagsafurða eru þó hærri i
E-fl. en B-fl., þótt munurinn sé mestur á mörnum. Ær, sem gengu með
lambi gemlingar, en voru geldar tvævetlur (E-fl.), eru því að hausti,
]>egar þær eru tvævetrar, þroskamciri í heild en jafngamlar ær, sem
voru geldar gemlingar, en gengu með lambi tvævetrar (B-fl.).