Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 61
59
við 28 mánaða aldur, þótt hann sé ekki með öllu horfinn milli ánna, sem
gengu með lömbum bæði veturgamlar og tvævetrar annars vegar (C- og
D-fl.) og' þeirra, sem voru geldar yeturgamlar og með lambi tvævetrar
(B-f 1.). Hins vegar er enginn munur á þunga fótleggjarins pr. lengdar-
einingu við 28 mánaða aldur á B- og E-flokki, þótt ærnar í þeim
síðarnefnda gengju með lambi veturgamlar. Þær hafa því unnið upp
þroskatapið, sem þær biðu við að ganga með lambi veturgamlar, með
því að vera lamblausar tvævetrar.
Þessar rannsóknir á þroska framfótleggja veturgamalla og tvævetra
áa, sem ýmist voru með lambi eða geldar veturgamlar eða tvævetrar,
sýna, að þótt hver lengdareining beinanna sé aðeins örlítið léttari í
þeim tvævetlum, sem gengu með lömbum bæði árin, en hinum, sem
lamblausar voru annaðhvort eða bæði árin, þá er sá munur óraun-
hæfur og svo lítill að álíta verður, að þroski beinagrindarinnar bíði
ekki þann hnekki við það, að ær g'angi með lambi veturgamlar, að það
komi að nokkurri sök, ef þær fá jafngott fóður á fyrsta og öðrum
vetri og þær ær, sem hér er um rætt.
E. Áhrif á þverskurðarmál fallanna framan við aftasta rif.
Tafla 42 sýnir í öllum flokkum meðaltal vöðva- og fitumála á
þverskurðarfleti fallanna framan við aftasta rif. Einnig sýnir hún
meðalhæð háþornanna á næstaftasta brjósthryg'gjarlið í hverjum flokki.
Tafla 42 og línurit 10 sýna enn fremur meðaltöl þessara mála í A-,
C-, D- og E-flokki sem prósentu af sömu málum í B-flokki.
Tafla 42. Meðaltal mála á þverskurðarfleti fallanna við afstasta rif í mrn.
Average carcass measurements at the last rib, mm.
Meðaltal, mm Hlutföll (B-flokkur = 100)
average, mm proportions (lot B = 100)
Mál A-fl. B-fl. C-fl. D-fl. E-fl. A-fl. B-fl. C-fl. D-fl. E-fl.
measurement lot A lot B lot c lot D lot E lot A lot B lot C lot D lot E
A . 57.70 58.70 57.03 57.80 55.80 98.3 100 97.2 98.5 95.1
B . 28.00 25.93 25.10 24.60 28.20 108.0 100 96.8 94.9 108.8
B/A • 100 49.50 44.29 44.31 42.80 50.82 111.8 100 100.0 97.1 115.0
C . 6.90 5.33 4.14 3.80 4.80 129.5 100 77.7 71.3 90.0
D . 3.50 2.00 0.86 1.20 2.40 175.0 100 43.0 60.0 120.0
J . 17.70 10.73 9.48 9.20 13.60 165.0 100 88.4 85.7 126.7
X . 18.10 14.13 12.59 13.40 15.00 128.1 100 89.1 94.8 106.2
Y . 4.10 2.40 1.86 2.00 3.20 170.8 100 77.5 83.3 133.3
S . 31.00 30.00 29.66 27.00 31.60 103.3 100 98.9 90.0 105.3
Tala number .. 10 15 29 5 5
Samanburður á töflum 37, 41 og 42 og línuritum 8, 9 og 10 sýnir
eins og í kafla I, bls. 26, að munurinn milli flokka er mun meiri á
málunum á þverskurðarfleti fallanna en á útvortis- og fótleggjarmál-
unum og að munurinn er mestur á fitumálum, mun minni á vöðva-