Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 50
48
þær hefðu verið um 4 kg þyngri að meðaltali á fæti en ærnar í C-flokki
og þá að likindum haft 1.5—2.0 kg þyngra fall við slátrun.
Sé gengið út frá því, að munurinn á fallþunga ánna í B- og C-flokki,
er þær voru veturgamlar, hafi verið álíka mikill og munurinn á fall-
þunga A- og C-flokks í kafla I, bls. 16, töflu 7, eða 5.22 kg, þá hafa
ærnar í C-flokki unnið upp frá 16—28 mánaða aldurs uin 60% af því
þroskatapi fallsins, sem orsakaðist af því, að þær gengu með lambi
veturgamlar.
c. Gæðamat fallanna. ÖIl föll í A- og E-flokki lentu í sauðaflokkum,
tafla 34, — í A-fl. 80% í SI og 20% í SII, en í E-fl. 40% í SI og 60% í SII,
og' reyndust því föllin í A-fl. betur. Sýnir þetta, að það hefur dregið
litið eitt úr kjötgæðum ánna í E-flokki, að þær gengu með lambi
gemlingar. Þetta kemur einnig i ljós á fitumálum fallanna, sjá töflu 42,
bls. . .. ÖIl fitumál eru nokkru lægri að meðaltali á föllunum í E-flokki
en í A-flokki.
Tafla 34. Gæðamat fallanna.
Quality grades of the carcasses.
Tala einstaklinga Gæðamat (tala falla) quality yrades (no.)
Nnmber of indiv. SI SII G1 ÆIZ ÆI ÆII
A-flokkur lot A .......... 10 8 2 - — - -
B-flokkur lot B .......... 15 - 2 1 7 5
C-flokkur lot C .......... 29 - 2 1 12 11 3
D-flokkur lot D ........... 5 - - - 3 1 1
E-flokkur lot E ........... 5 2 3
Föllin í B-flokki metast einnig betur en föllin í C-flokki, tafla 34.
Af þeim fyrrnefndu lentu 20% í geldfjárflokkum SII og G.I, en aðeins
10.3% af þeim síðarnefndu. 1 úrvalsflokki af ungum mylkum ám, ÆIZ,
lentu 46.7% af föllunum í B-flokki og' 41.4% af föllunum í C-flokki.
í fyrsta mylkærftokki ÆI lentu 33.3% af föllum í B-flokki, en 38% af
föllum í C-flokki. í annan mylkærflokk ÆII lentu 10.3% af föllunum í
C-flokki, en ekkert fall i B-flokki var svo rýrt að lenda í svo lélegum
gæðaflokki. Á málum fallanria, sjá töflur 37 og 42, og línurit 8 og 10,
kemur einnig greinilegur munur fram á föllum þessara flokka, einkum
á fitumálunum, tafla 42. Bakfitan, C-málið, er t. d. tæpum 29% þykkari í
B-flokki en C-flokki. Þctta sýnir, að dilkgengnar tvævetlur, sem gengu
einnig með dilkum gemlingar, hafa aðeins lakari föll, hvað gæði snertir,
en tvævetlur, sem voru geldar gemlingsárið. Föllin í D-flokki, af tví-
lembunum, metast aðeins lakar en föllin í B-flokki. Af þeim lentu 60%
í úrvalsmylkærflokki ÆIZ, 20% í fyrsta mylkærflokki ÆI og 20% í
öðrum mylkærflokki ÆII. Munurinn er fyrst og fremst fólginn í því, að
ekkert fall af tvílembunum kemst í geldfjárflokk.
d. Gæruþungi. Tafla 31 sýnir gæruþungann í hverjum flokki og
gæruþungann í A-, C-, D- og E-flokki í blutfalli við gæruþunga B-flokks.
í A-flokki vega gærurnar 14% og í E-flokki 4.7% meira en í B-flokki,