Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 59
57
Tafla 41. Meðalmál og þungi vinstri framfótleggjar í mm og g.
Average measurements and weight of the left fore cannon in mm and grams.
Mál og þungi measurement and weight Meðaltöl, mm og g average, mm and grams Hlutföll (B.-flokkur = proportions [loi B = = 100) íoo!
A-flokkur lot A B-flokkur lot B C-flokkur lot C D-flokkur lot D E-flokkur lot E 3 X O ’í c ^ ◄ 3 B-flokkur lot B C-flokkur lot C D-flokkur lot D E-flokkur lol E
Lengd M length M 131.40 132.00 132.20 134.60 131.20 99.5 100 100.2 102.0 99.4
Minnsta ummál min. circ-
umference 47.00 47.73 46.93 48.00 47.80 98.5 100 98.3 100 6 100.2
Minnsta ummál
• 100
Lengd
min. circumference ^ 100 35.78 36.20 35.52 35.72 36.46 98 8 100 98.1 98.7 100.7
tength
Þyngd weight 44.26 44.81 43.46 44.22 44.74 98.8 100 97.0 98.7 99.8
Þyugd . 100 weight 10(> 33.67 33.88 32.84 32.86 34.09 99.4 100 96.6 96.7 100.6
Lengd lengtli
Tala einstaklinga no. of
individuats 10 15 29 5 5
sýnir, að eftir 16 mánaða aldur þroskast hinir bráðþroskuðustu lilutar
beinagrindarinnar lítið sem ekkert. Fótleggurinn er eitt af bráðþrosk-
uðustu beinum líkamans, einkum þó lengdarvöxtur hans, Pálsson og
Vergés (1952).
Lengd vinstri framfótleggjar, M. Tafla 41 og línurit 9 sýna, að
framfótleggurinn er því nær alveg jafnlangur í A-, B-, C- og E-flokki,
en 2.4 mm eða 2% lengri í D-flokki en B-flokki. Munur á flokkum er
fjarri því að vera raunhæfur (F = 0.44), en bendir þó á, að ærnar í
D-flokki hafa verið örlítið eðlisstærri en hinar. í kafla I, bls. 23, er sýnt
fram á það, að ekki dragi úr lengdarvexti fótleggjanna hjá vetur-
gömlum gimbrum við að ganga með lambi, og er því ekki þess að vænta,
að munur sé á lengd fótleggjanna á tvævetlunum eftir því, hvort þær
gengu með lambi eða voru lamblausar veturgamlar.
Minnsta ummál vinstri framfótleggjar. Enginn raunhæfur munur
er á þessu máli hjá flokkunum (F = 0.80). Ærnar í C-flokki, sem
gengu með lömbum bæði veturgamlar og tvævetrar, höfðu þó aðeins
grennri fótleggi en þær í B-flokki, sem voru geldar veturgamlar, en með
lambi tvævetrar. Þessi munur nam 0.8 mm eða 1.7% (tafla 41) og er
því nákvæmlega jafnmikill og munurinn á hliðstæðum floltkum A og
C í katla I, sjá töflu 16, er ærnar voru 16 mánaða gamlar. Hins vegar
hafa ærnar í E-flokki aðeins meira ummál framfótleggjar en ærnar
í B-flokki, sem bendir til þess, að séu ær, sem gengu með lambi vetur-
gamlar, Iamblausar tvævetrar, þá nái fótleggurinn fullkomlega eðli-
legum þykktarvexti, þótt aðeins örlítið vanti á, að það takist hjá þeim
ám, sem ganga með lambi bæði veturgamlar og tvævetrar.
8