Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 36

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 36
34 dilksugunum. Hver lengdareining fótleggjanna var 3.8% léttari í dilk- sugunum en þeim algeldu. Eitthvað meiri munur hefur verið á beinum bolsins, einkum rifjunum og spjaldhryggjarliðunuin, sem þroskast síðast af beinagrindinni. Meiri munur var á vöðvaþroskanum. Bakvöðvinn var um 15% þynnri á dilksugunum en algeldu gimbrunum. Langmestu munaði þó á fitunni. Yfirborðsfitulagið við aftasta rif var frá 35.3— 62.5% þynnra á dilksugunum en algeldu gimbrunum, eftir því á hvaða stað það var mælt. Munurinn var minnstur á miðri síðu, en mestur á háhrygg. Nýrmör og netja í dilksugunum var 45% léttari en í algeldu gimbrunum. Þessar rannsóknir sýna því, að þótt lembdir gemlingar séu vel fóðraðir yfir veturinn og gangi í allgóðum sumarhögum, þá geta þeir ekki veitt afkvæmum sínum næringu, einkum eftir fæðingu, án þess að það dragi nokkuð úr eðlilegum þroska þeirra sjálfra. í líkama geml- ingsins er háð hörð barátta, um þá næringu, sem hann getur umsett, milli hinna vaxandi vefja líkamans annars vegar og fóstur- og mjólkur- myndunar hins vegar, með þeim árangri að líkamsvefir móðurinnar verða harðar úti í þeirri baráttu. Fóstrið, ásamt hinum lífsnauðsynlegu líffærum móðurinnar, hefur fyrsta tilkall til þeirrar næringar, sem berst með blóði móðurinnar á meðgöngutímanum og eftir það mjólkurkirtl- arnir, til þess að framleiða næringu handa afkvæminu. Seinþroskaðasti líkamsvefur móðurinnar, fitan, verður harðast úti, þar næst vöðvarnir, sem eru bráðþroskaðri en fitan, en þó seinþroskaðri en beinin, sem gjalda líka minnst afhroð af þessum þremur aðalvefjum líkamans. Þótt dilkgengnar gimbrar hafi mun minni fituforða að haustinu en algeldar, ættu þær að vera óskemmdar framtíðarkindur fyrir því, ef þær fá gott fóður á öðruin vetri. Öðru máli getur verið að gegna með vöðvana og beinin. Þessir vefir þroslcast ekki nema til ákveðins aldurs, þótt fita geti safnazt hvenær sem er á æviskeiðinu. Það er því vafasamt, hvort vöðvar og bein, sem um nokkurra mánaða skeið hafa ekki vaxið með eðlileguin hraða, eigi þess kost að ná sér til fulls eftir 16 mánaða aldur kindarinnar. í næsta kafla verður leitast við að rannsaka, hvort og að hve miklu leyti gimbrar, sem ganga með lambi veturgamlar, ná sér frá 16—28 mánaða aldurs, samanborið við ær, sem voru geldar gemlingsárið. Helztu niðurstöður. 1. Til þess að rannsaka, hvaða áhrif fang á fyrsta vetri hefur á vöxt og þroska ánna til 16 mánaða aldurs, voru notaðar 43 veturgamlar gimbrar af íslenzku kyni, á fjárræktarbúinu á Hesti, er slátrað var við fjárskiptin í lok september 1950, er þær voru 16 mánaða gamlar. 2. Þessurn veturgömlu gimbrum var skipt í 3 flokka A, B og C eftir því, hvort þær voru algeldar (A-flokkur), lambsgotur (B-flokkur) eða dilksugur (C-flokkur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.