Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 5
Inngangur, Áður fyrr var það fátítt, að íslenzkir fjárbændur létu gemlinga eiga lömb. Slíkt kom þó fyrir með kind og kind vegna óhappa og endr- um og eins hleypti einstaka bóndi brút til lambgimbra af ásettu ráði, í þeirri von, að hagur væri að því. Sú von brást oft, þótt stundum gengi vel ineð lambgimbrarnar, og þær kæmu flestar upp lömbum. Algengara var, að vanhöld vildu verða mikil bæði á gemlingunum og lömbum þeirra, líklega oftast vegna vanfóðrunar að vetrinum og vanhirðu um sauðburð. Það þótti því víðast litil búmennska að láta gemlinga eiga lömb. Því var einkum borið við, að þótt stundarhagur gæti verið að því, þegar allt gengi vel, þá myndi það hefna sín síðar, því þær ær, sem ættu löinb gemlingar, yrðu yfirleitt þroskaminni en ella, ekki aðeins á öðru árinu, heldur næðu sér aldrei til fulls, þótt þær yrðu fullorðnar. Þrátt fyrir rótgróna vantrú bænda á því að láta gemlinga eiga lömb, hefur sá siður þó farið mjög í vöxt síðustu tvo áratugina, einkum á þeim svæð- um, þar sem mæðiveikin geisaði. Vegna fjárfækkunar af völdum mæði- veikinnar og vegna þess, að flestar ær drápust 3—5 vetra gamlar, freistuðust flestir bændur á mæðiveikisvæðunum til þess að láta geml- ingana eiga lömb og ná þannig eins fljótt og auðið var arði af hverri kind. Þetta gafst víðast hvar vel, enda fóru flestir þessara bænda að fóðra fé sitt mun betur en áður. Bæði áttu þeir auðveldara með það, þegar fénu fækkaði, því heyskap var víða hægt að halda í sama horfi og áður, og svo sýndi það sig, að mæðiveikin olli meira afhroði, ef fénu var sýnt hart, t. d. ef veikum ám var sleppt snemma á vorin, en ef allt féð var vel alið fram í gróanda. Hin bætta fóðrun og það, að láta geml- ingana eiga lömb, jók mjög afurðir eftir hverja vetrarfóðraða kind á mæðiveikisvæðunum. Þessi breytta búskaparaðferð ruddi sér þó lítt til rúms á þeim svæðum, þar sem fé hefur verið heilbrigt. Þar láta enn fáir bændur gemlinga eiga lömb og víðast er sauðfé lakar fóðrað á þeim svæðum, en þar sem bændur breyttu um búskaparlag, meðan þeir bjuggu við mæðiveikina. Þar sem fjárskipti hafa verið gerð og bændur hafa aftur fengið heilbrigðan fjárstofn, halda flestir við þeim upptekna hætti að láta gemlinga eiga lömb. Samt sem áður er enn deilt um, hvórt það muni ekki hafa skaðleg áhrif á fjárstofninn, ærnar verði þroskaminni, óþolnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.