Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 38

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Blaðsíða 38
36 11. Enginn raunhæfur munur var á málum framfótleggjarins í A- og B-flokki, né á lengd hans í A-, B- og C-flokki. Þungi og minnsta umrnál fótleggjarins var aðeins lægri í C-flokki en í A- og B-flokki, þótt sá munur væri ekki raunhæfur í 95% tilfella, en hlutföllin milli minnsta ummáls og lengdar og þunga og lengdar fótleggjanna eru lægri í C-flokki en í A- og B-flokki, og er sá munur raunhæfur í 95% tilfella. 12. Hlutfallslega miltlu meiri munur var milli flokkanna á málum þeim, sem tekin voru á þverskurðarfleti fallanna við aftasta rif en á lit- vortis málunum. Þó var ekki raunhæfur munur milli flokka á hæð háþornsins (S), eina beinmálinu af þverskurðarmálunum. Nokkur mun- ur var á vöðvamálunum, en langmestur á fitumálunum. 13. Engin áhrif hefur það á breidd bakvöðvans (A), hvort gimbrar eru algeldar, missa eða ganga með lambi veturgamlar. Hins vegar dregur nokkuð úr vöðvaþykktinni, ef gimbrar ganga með lambi, en næstum því ekkert, ef þær missa nýbornar. Þykkt bakvöðvans (B) var aðeins 1.9% lægri í B-f!okki en A-flokki, sem er ekki raunhæfur munur, en B-málið á dilksugunum (C-flokki) var 14.9% lægra en á þeim algeldu (A-fl.) og 13.3% lægra en á lambsgotunum. Munur þessi á A- og C-flokki er raunhæfur í 99.9% tilfella og á B- og C-flokki í 99% tilfella. Hliðstæðra áhrifa, en þó aðeins meiri, gætir á þykkt vöðvalaganna á miðri síðu (X-málið) og á þykkt bakvöðvans. 14. ÖIl málin af þykkt yfirborðsfitulagsins við aftasta rif (C, D, J og Y) voru frá 14.7—31.0% lægri í B-flokki og frá 35.3—62.5% lægri í C-flokki en í A-flokki. Mismunurinn á öllum þessum málum milli A- og C-flokks var raunhæfur, einnig munurinn milli A- og B-flokks á C- og J-málunum og milli B- og C-flokks á D- og J-málunum. 15. Rannsóknir þessa kafla sýna, að fósturmyndun og þó einkum áreynsla við burð hjá gemlingum veldur því, að við 16 mánaða aldur hafa lambsgotur mun minni mör og nokkru minni yfirborðsfitu á föll- unum en jafngamlar gimbrar algeldar. Að öðru leyti eru lambsgoturnar jafnvel þroskaðar og algeldu gimbrarnar. Aftur á móti dregur mjólkur- myndun veturgamalla gimbra mun meira úr vexti þeirra og þroska en fósturmyndunin og áreynsla við burðinn. Dilksugurnar 16 mánaða gaml- ar höfðu mun léttara meðal fall, grennra um augnakalla og með þrengri brjóstkassa, og höfðu mildu minni mör en algeldu gimbrarnar. Mjólkur- inyndunin dró mismikið úr þroska hinna einstöku aðalvefja líkamans. Hún dró mest úr fitusöfnun, þar næst úr þykktarvexti vöðvanna og örlítið úr þykktarvexti beinanna, en ekkert úr lengdarvexti þeirra. Inn- yflin í heild, haus og fætur virðast hafa náð því nær alveg jafnmiklúm þroska hjá dilksugunum og algeldu gimbrunum. Dilksugurnar hafa því fengið og getað umsett næga næringu til þess að ala önn fyrir afkvæmum sínum fyrir og eftir fæðingu og fullnægja jafnframt næringarþörf bráð- þroskuðustu hluta og vefja líkamans, en seinþroskuðustu líkamsvefirnir fita, vöðvar og þykktarvöxtur heina hafa ekki fengið næga næringu til eðlilegs vaxtar og þroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.