Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 53

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Síða 53
51 vefir og þá sérstaklega fitan, sem er að miklu leyti forðabúr skepn- unnar, verður undir í baráttunni um þá næringu, sem fyrir hendi er. Hvað mjólkurmyndunin kemur harðar niður á fitunni en á öðrum líkamsvefjum kemur enn betur í ljós við samanburð á B- og D-flokki. Ærnar í D-flokki gengu allar með tveimur lömbum tvævetlur. Wallace (1948) hefur sýnt fram á, að tvílembur mjólka ávallt meira en ein- lembur. Tafla 31 sýnir, að tvævetlurnar í D-flokki höfðu 18% léttari mör, en aðeins 8.2% léttara fall en þær í B-flokki. í hlutfalli við ærnar í B-flokki hafa því ærnar í D-flokki næstum því alveg jafnþungt fall og ærnar í C-flokki, en mun minni mör. Samanburður á mörþunga og' fallþunga ánna í A- og E-flokki í hlutfalli við þunga þessara afurða í B-flokki (tafla 31 og línurit 7) sýnir, að hlutfallslega meiri munur er á mörþunga, 45.9%, en á fall- þunga, 13.7%, ánna í A- og E-flokki. Vantar því meira á, að ærnar i E-flokki, sem gengu með lambi gemlingar, en voru lamblausar tvævetlur, hafi frá 16—28 mánaða aldurs unnið upp það þroskatap á mör en falli, sem þær urðu fyrir við að koma upp lambi veturgamlar. Vefir fallsins, bein, vöðvar og fita eru í heild bráðþroskaðri en mörinn og hafa því tekið til vaxtar síns hlutfallslega meira af þeirri næringu, sem var til staðar umfram það, sem þurfti til viðhalds líkamans í heild, en mörinn. f. Afurðir alls. Samanlagður meðalþungi niðurlagsafurða: kjöts, gæru og mörs er í A-flokki 37.64 kg, í B-flokki 30.71 kg, í C-flokki 28.47 kg, í D-flokki 28.24 kg og í E-flokki 32.80 kg. Tvígeldu tvævetl- urnar í A-flokki lögðu sig því með rúmlega 9 kg meiri söluhæfa vöru en tvævetlurnar í C- og D-flokki, sem komu upp lömbum bæði árin, um 7 kg meira en ærnar í B-flokki, sem voru geldar veturgamlar, en með lambi tvævetlur, og tæpum 5 kg meira en ærnar í E-flokki, sem voru með lambi gemlingar, en lamblausar tvævetlur, tafla 31. Heildarþungi afurða í C- og D-ílokki er 7.3% og 8% lægri en í B-flokki, tafla 31 og línurit 7. Sá munur liggur að mestu leyti í því, hve föllin eru léttari í fyrrnefndu flokkunum. Eftir niðurstöðunum í kafla I, töflu 5 og línuriti 2 að dæma, þar sem sýnt er, að veturgömlu ærnar, dilkgengnu, höfðu 23.5% léttari söluafurðir en þær algeldu, þá hafa tvævetlurnar í C-flokki unnið upp frá 16—28 mánaða aldurs % hluta af því þroskatapi á falli, mör og gæru, sem þær urðu fyrir við að ganga með lambi geml- ingar. Heildarniðurlagsafurðir ánna i A-fl. eru 22.6% hærri en þcirra í B-fl., sem orsakast af því, að þær fyrrnefndu voru lamblausar tvæ- vetlur, en hinar gengu með lambi. Hins vegar eru niðurlagsafurðir ánna í E-fl. aðeins 6.8% hærri en þeirra í B-fl., þótt þær fyrrnefndu væru lamblausar tvævetlur. Allar tegundir niðurlagsafurða eru þó hærri i E-fl. en B-fl., þótt munurinn sé mestur á mörnum. Ær, sem gengu með lambi gemlingar, en voru geldar tvævetlur (E-fl.), eru því að hausti, ]>egar þær eru tvævetrar, þroskamciri í heild en jafngamlar ær, sem voru geldar gemlingar, en gengu með lambi tvævetrar (B-fl.).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.