Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 102
Múlaþing
Teikningar Oddbjargar Sigfúsdóttur eins og hún sér persónur Unaþáttar jyrir sér: Talið frá vinstri: Uni
danski, Hróar Tungugoði og Þórunn Leiðólfsdóttir.
fengi konunnar og staðfestist og tæki arf eftir
hann. Nokkuru síðar hljóp Uni á braut, þá er
Leiðólfúr var eigi heima, en Leiðólfur reið
eftir honum, þá er hann vissi, og fundust þeir
hjá Kálfagröfum; var hann þá svo reiður að
hann drap Una og fórunauta hans alla. Sonur
Una og Þórunnar var Hróarr Tungugoði; hann
tók arf Leiðólfs allan og var eð mesta afar-
menni. Hann átti dóttur Hámundar, systur
Gunnars frá Hlíðarenda; þeirra son var
Hámundur enn halti, er var enn mesti
vígamaður. 1
Þessi frásögn er á margan hátt einstæð.
í uppskrift Þórðar í Hítardal á Land-námu
(Þórðarbók) frá 17. öld, sem talin er geyma
brot úr Melabók, fomu Landnámuhandriti,
er ritað utanmáls þar sem byrjar að segja frá
Una: „Uni danski Garðarsson vildi leggja
ísland undir sig eða Harald konung
hárfagra. Hann bjó að Osi, og nam þar eigi
yndi, ogfór að kanna víðara landið, og þá
veturvist að Leiðólfi, segir Landnf
[Leturbr. mín]
Jón Jóhannesson, sem mest hefur
rannsakað gerðir Landnámu, taldi að
líklega hefði aðeins síðari setningin staðið í
Melabók, sú fyrri sé komin úr samtíma
handriti, Skarðsárbók. Af því dró hann þá
ályktun að ofangreindur kafli í bókum
Sturlu Þórðarsonar og Hauks lögmanns,
hafi verið tekinn úr glataðri sögu af Hróari
Tungugoða. Á þessa skoðun hafa aðrir
fræðimenn fallist, svo sem Einar Ólafur
Sveinsson og Jakob Benediktsson.2
„Bagalega fáorð og óýtarleg er frásögn
öll um Una á Landnámsstöðvunum. [...]
Hér hlýtur að vera alllöng saga og merkileg
að baki, og atburðir sem fýsilegt væri að
vita. Heimildir frekari er hvergi að fá og
erfitt að álykta út frá sögunni, þannig að
miklu sé nær,“ ritar Halldór Stefánsson
(1958). Halldór hefur það eftir Guðbrandi
Vigfússyni, að Uni hafi komið út í fyrsta
lagi 890, og þá hafi Austur-Hérað, með
Skriðdal og Fljótsdal, líklega verið ónumið.
„Hvers vegna setur Uni landnámstakmörk
sín að ofan við læk einn á Völlum, sem ber
síðan nafn hans? [...] Hvers vegna varð Una
vant búfjár og viðskipta fremur en öðrum
landsmönnum?“ Halldóri dettur í hug sú
skýring, að skip hans hafi verið fullsetið
mönnum og því ekki pláss fyrir búfénað. En
hvers vegna skipaði hann þá ekki mönnum
sínum bústaði í landnáminu, eins og títt
var? „Sem ónumið land var þetta eftir
100