Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 112
Múlaþing
Hefði fljót þetta heitið Una, í samræmi við það
hvað það unir sér vel í sínu fagra umhvefi,
væri þar Unuós, sem það kemur til sjávar en
ekki Unaós. Þá tilgátu að fljótið hefði í árdaga
einfaldlega heitið Una eða Uni, setti Þórhallur
Vilmundarson forstöðumaður Ömefnastofn-
unar fram í fróðlegu erindi, sem hann flutti á
Héraðsvöku í Valaskjálf fyrir allmörgum
árum, þar sem hann gerði grein fyrir
náttúrunafnakenningu sinni. Kannski er hún
ekkert ósennilegri en sagan af Una hinum
danska, sem er sagður landnámsmaður, en
þurfti þó að kaupa fénað af þeim sem fyrir
vom í héraðinu og hraktist fljótlega brott. 26
Þórhallur varð á sínum tíma frægur fyrir
,náttúrunafnakennmgu‘ sína, og áleit að
langflest bæjanöfn og önnur örnefni, sem
voru talin kennd við nafngreinda menn,
hefðu verið gefín með tilliti til landslags á
staðnum. Erindi Þórhalls, sem hér um ræðir,
var flutt 17. nóv. 1968, en hann hefur ekki
ritað um þessa tilgátu, svo mér sé kunnugt.
Sævar vísar hér til þess að Selfljót er
mestan part straumlaust, og myndar fá-
dæma mikla hlykki, milli Hleinargarðs og
Ketilsstaða. Því er ekki ofsagt að það uni
sér vel í farvegi sínum. Unalækur á Völlum
er einnig mjög krókóttur, og sama má segja
um Unalæk hjá Gilsárteigi, utan við bæinn.
(Talið er að hinar ýmsu Rangár á Islandi
dragi nafn sitt af hlykkjóttum farvegi.).
Unadalur gengur upp frá Hofsósi á
Höfðaströnd við Skagafjörö austanverðan,
og ætti að vera kenndur við Una úr Unadal,
sem getið er í Landnámu. Unadalsá er
fallega sveigótt hjá bænum Hofi. Þá var
bærinn Unastaðir í Kolbeinsdal (Hóla-
hreppi) ekki allíjarri. Á Snæijallaströnd á
Vestljörðum er Unaðsdalur, með sam-
nefndum bæ og kirkjustað, sem getur verið
samstofna orð, og vekur grun um að sum
Una-örnefni gætu hafa verið borin þannig
fram. Annars eru Una- og Unuömefni tíðust
á Suðurlandi.27
Er Una-sagan skáldskapur?
Unasagan í Landnámu er ekki sérlega
trúverðug og ýmislegt bendir til að hún sé
sprottin af ömefnum á Héraði, sem liklega
eru náttúmnöfn, eins og þjóðsögur af Una
danska síðar meir. Augljós mótsögn kemur
ffam í því, að Uni gat numið um fímmtung
af einu búsældarlegasta héraði landsins, en
stuttu síðar fara ,landsmenn‘ að ýfast við
honum, og vilja hvorki selja honum kvikfé
né vistir. Þá er ekki síður undarlegt, að Una
er hvergi getið í fomsögum Austfírðinga, og
aðeins er minnst á Unaós sem höfn eða
skipalægi. Reyndar em líkur til að Hróars
saga Tungugoða hafí Ijallað um þetta, og að
Unasagan í Landnámu sé þaðan mnnin,
eins og Jón Jóhannesson benti á í ritgerð
sinni: Gerðir Landnámabókar, 1941.
Haraldur hárfagri er talinn hafa verið á
dögum, um 870-930. Hann náði yfírráðum
yfír öllum Noregi um 890 og lagði skatt á
landsfólkið. Auk þess náði hann yfirráðum
yfír Hjaltlandi, Orkneyjum og Suðureyjum.
Allir þessir landvinningar voru í krafti
hemaðar, og varla hefur Haraldur látið sér
detta í hug að ná íslandi með því að senda
hingað einn flugumann með 12 manna
sveit. Almenn er talið að um 930, þegar
Alþingi var stofnað á Þingvöllum, hafí
landið verið orðið albyggt, og Landnáma
segir að Austurland hafa íyrst orðið albyggt
af íjórðungum landsins, enda lá það beinast
við samgöngum. Líklega hefur svo verið
um aldamótin 900.
Landnáma telur að Garðar Svavarssonar
hafi fyrstur fundið Island og haft hér
vetursetu. Hann lofaði mjög landið og
kallaði Garðarshólma. Þó er þess ekki getið
að hann hafi slegið eign sinni á landið eða
hluta þess. Ekki er fyrir það að synja að Uni
110