Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 131
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
Setulið (ef til vill meira) 25
Ullarvinnsla 19
Tré og jámsmíðaverkstæði 20
Ófyrirséð 25
362
Vélastærð hæfileg til framleiðslu þessa
með 80% álagi væri um 450 Kw. Mismunur á
orkumagni nú og 362-167=195 Kw. Áætlun
þessi kann nú að vera barnaleg. Samt hygg ég,
að hún sé síst of lág miðað við fólksíjölda og
aðrar aðstæður, en um það má deila, að svo
mannmargt verði hér á næstu árum. Nú sem
stendur er mikil eftirspum eftir raforku til
heimilisnota. Nýkomnar frystivélar og kembi-
vélar munu þurfa um 30 Kw. Trésmíða-
verkstæði og jámsmíðaverkstæði þyrftu að
koma sem fyrst og þurfa talsverða orku.
Setuliðið þarf mikið, og væri nauðsynlegt að
kynna sér það betur. Virðist svo sem selja
megi í þá átt með meiri hagnaði en til annarra
nota.
Síðasti vetur mun hafa verið hinn
erfiðasti síðan rafstöðin var byggð, hvað vatn
snertir. Hinn 11. janúar 1941 bar fyrst á
vatnsskorti og nægilegt vatn kom ekki aftur
fyrr en um miðjan apríl, þó úrtök væm dálítil.
Eftir því sem næst verður komist mun vatnið
hafa oróið minnst 70-80 lítrar á sekúndu.
Samsvarar það um 85-96 hestöflum eða
tæplega þriðjungi vélaorkunnar. Láta mun
nærri, að vatnið hafi verið þetta lítið um einn
og hálfan til tvo mánuði. Játað skal þó, að
nægilega nákvæm athugun á þessu atriði var
ekki gerð. Nauðsynlegt væri því að athuga vel,
hvað nýgerðir skurðir og stækkun stíflu gætu
bætt úr vatnsskortinum.
Næst er þá að gera sér ljóst, hvaða
möguleikar eru á að auka vélaaflið.
1. Virkja lækinn frá rafstöðinni niðri við sjó.
Með því móti mundi fást við venjulegt rennsli
191 1/sek. og 14 m. fall um 27,7 hestöfl eða
19,6 Kw., en við minnsta rennsli 80 1/sek. 11,2
Hö. eða 8,2 Kw.
2. Kaupa dieselknúna hjálparvél.
3. Flytja rafstöðina niður undir sjó og breyta
henni í riðstraumsstöð með dieselknúinni
hjálparvél.
4. Virkja önnur nærliggjandi fallvötn, sem
tiltækileg þættu. Má benda á mikið fall við
Ljósá, en óvíst um vatnsmagn. Þá má geta um
þegar athugaða aðstöðu í Eskiíjarðardal, sem
tilheyra mun ReyðarJjarðarhreppi.
5. Óbeina aukningu má hugsa sér, þannig að
hætta að einhverju leyti matsuðu við rafmagn
eða hætta að knýja frystivélamar með því.
Mundi þá verða að hækka rafmagnsverð
eingöngu vegna þessa, og verður því að teljast
vandræðaleið.
Ég hefi hér að framan lýst hlutunum eins
og þeir koma mér fyrir sjónir og hefi talið
skyldu mína að gera svo. Þykist ég síst hafa
málað of svart það, sem ábótavant er, og
virðist mér knýjandi nauðsyn þess að lagfæra
það eins og kostur er á. Að hinu leytinu þykist
ég ekki fær um að skera úr um, hvaða leiðir
em heppilegastar eða tiltækilegastar til bóta
eins og nú er ástatt. Má vera, að sumar þeirra,
sem ég hefi vikið að, þyki Jjarstæðar eða
ómögulegar. Þá er því til að svara, að ég tel
betra að vísa á torvelda leið en enga, og oft
verður erfiða leiðin mun hægari við rólega og
vandlega athugun en við fyrstu sýn. Að lokum
vildi ég leggja til við Rafveitunefnd og
hreppsnefnd ReyðarJjarðarhrepps:
1. Að Rafmagnseftirlit ríkisins verði beðið að
senda austur hingað sérfróðan mann til
athugunar og úrskurðar á þessum málum.
2. Að eftirlitsmaóur raflagna verði fenginn í
vetur til að skoða raflagnir og neyslutæki.
Reynt sé að tryggja innflutning á efni til
viðgerða og þær framkvæmdar jafnóðum og
skoðað er.
3. Aðstoðar viðkomandi stjómvalda sé leitað
sem fyrst um innflutning á vélum, ef með
þyrfti og fært þætti.
129