Saga - 2016, Síða 29
efninu aukið vægi og aðsókn að Hvítabandinu jókst verulega.38
Athygli sem beindist að bindindismálinu og gróska í félagastofnun
kvenna ýtti sýnilega við stúkukörlum, þó ekki þannig að leiddi til
ánægju með vaxandi mátt kvenna heldur hins gagnstæða. Sjá má í
fundargerðabókum stúkna að um þetta leyti fór að bera á vaxandi
gagnrýni og þrýstingi stúkubræðra á stúkusystur. Þær voru
gagnrýndar fyrir „einurðarleysi“, þóttu lítið „nota sér það fengna
frelsi að tala á fundum“ og almennt ekki beita sér nægilega í bind-
indismálunum.39 Sú gagnrýni skilaði sér eins og vikið verður að.
Góðtemplarar ítrekuðu gjarnan ágæti eigin félagsskapar, meðal
annars með því að taka fram að þar ríkti jafnrétti enda var Góð -
templarareglan yfirlýstur vettvangur jöfnuðar. Viðhorf stúkukarl-
anna til reglusystra sinna voru þó hefðbundin og í takt við almenn
viðhorf. Sjónarmið Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar og góðtempl-
ara, í kjölfar hinnar miklu athygli og umræðu um konur árið 1895,
lýsa viðhorfunum vel. Björn taldi virðingu kvenna enn um sinn
liggja í kvenlegum gildum og góðum áhrifum en ekki í þátttökurétti
til stjórnmálaafskipta.40 er frá leið varð kosningaréttur og kjörgengi
kvenna í hugum karla innan templarahreyfingarinnar fyrst og
fremst tæki til að vinna aðflutningsbanninu „ómetanlegt gagn“, eins
og Ottó N. Þorláksson rökstuddi árið 1907.41 Stjórnmálaleg réttindi
kvenna virðast að mati templara ávallt og einvörðungu hafa tengst
brautargengi kröfunnar um aðflutningsbannið.
en hvert var viðhorf hinna hlédrægu stúkusystra til eigin hlut-
skiptis og hvaða áhrif hafði þátttakan á þær? Leikkonan Gunnþór -
unn Halldórsdóttir viðraði skoðun sína um það í 25 ára minningar-
riti góðtemplara árið 1909:
Ég hefi árum saman verið meðlimur stúkunnar Verðandi, en af hverju
sem það nú hefir verið, þá var mín sjaldan vitjað, nema þegar skemta
þurfti, og þó að mér væri það bæði skylt og ljúft að gera þetta, þá hefði
ég nú samt getað gegnt fleiri störfum; en venjan var nú einu sinni sú,
góðtemplarareglan á íslandi 27
38 Sama heimild, bls. 11 og 22.
39 ÞÍ. I.O.G.T./12. Morgunstjarnan. Fundargerðabók fyrir st. Morgunstjarnan nr.
11 og st. Daníelsher nr. 4. 1. maí 1896 — 6. des. 1896 (17. maí og 7. júní 1896);
ÞÍ. I .O.G.T./ 5/A. Verðandi. Fundargerðabók 1. ág. 1894 — 28. apríl 1903 (12.
maí 1896).
40 „kvennrjettarmálið“, Ísafold 19. febrúar 1896, bls. 37–38.
41 Um deilur á stórstúkuþingi vegna áskorunar þess um kosninga- og kjörgengis -
rétt kvenna: Otto N. Þorláksson, „Ósamrýmanlegt“, Templar 20:19 (október
1907), bls. 75.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 27