Saga - 2016, Page 35
stúkustarfsins, í raun lagt stein í götu starfseminnar með lögum um
skilyrðingu félagsgjaldanna, en hafi þannig jafnframt knúið félags-
menn til virkni á menningarsviðinu. enn og aftur var því bindindið,
tilvera stúknanna og metnaður fyrir tilstilli orðræðunnar, að verki
sem áhrifaafl til aðgerða.
Bindindishugsjón til betra lífs
Þróun áfengislöggjafarinnar til 1908
Frá 1879 og fram til aldamóta var reynt að hefta neyslu áfengis og
aðgengi landsmanna að því með löggjöf. Frumvörpin í þá átt voru
handahófskennd í byrjun en fólu í sér eindregnari kröfu um lýð -
ræðislega aðkomu kosningabærra manna er á leið. Frá 1879, þegar
brennivínstollur var hækkaður um helming, komu frumvörp um
áfengismál fram í tveimur atlögum sem hvor um sig stóð yfir í um
tíu ár. Árangur náðist loks með breyttri löggjöf 1888 og 1899. Frá
fyrri lagasetningunni og til þeirrar síðari efldust hin siðferðislegu
sjónarmið en þau lutu að ólögmæti þess að freista manna eða veita
þeim áfengi upp á krít. Þar hafði orðræða templara sýnilega skilað
árangri. Báðar lagasetningarnar voru tilraunir til að færa íslenska
löggjöf í átt til þess sem tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum.63
Frá árinu 1900 kvað hins vegar við nýjan tón í frumvörpum um
áfengismál, með áherslu á bannstefnu.64
Markmið góðtemplara frá upphafi hafði verið „útrýming áfengis -
nautnarinnar“. Að því höfðu þeir unnið með orðræðu um sið -
ferðislega sjálfsstjórn einstaklingsins í krafti félagsskaparins og
góðtemplarareglan á íslandi 33
63 Lögin 1888 tilgreindu lágmarkssölumagn og veitingaleyfi voru háð samþykki
meirihluta atkvæðisbærra manna. Lögin 1899 hertu skilyrði um áfengissölu
kaupmanna. Frá 1865 hafði hið svokallaða Gautaborgarsystem Svía miðað að
því að gera gróðavon einstaklinga af sölu áfengis að engu með myndun sam-
laga. Samlögin tryggðu að ágóði áfengissölunnar rynni til samfélagsþarfa í
þágu alþýðu. Slík samlög voru árið 1879 orðin 32 að tölu í Noregi. Lögin 1899
gengu skemmra í lýðræðisátt hér en sambærileg lög í Noregi. Þar var körlum
og konum yfir 25 ára aldri tryggð aðkoma að ákvörðun um útsölustaði en hér
var frumkvæðið í höndum hrepps- og sýslunefnda. Per Fuglum, Kampen om
alkoholen i Norge 1816–1904 (Oslo: Universitetsforlaget 1972), bls. 287; Gro
Hage mann, Aschehougs Norgeshistorie 9, bls. 98 og 160.
64 yfirlitstafla um frumvörp og áfengislög 1879–1921 í Nanna Þorbjörg Lárus -
dóttir, Í trú von og kærleika, bls. 71.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 33