Saga - 2016, Page 45
ingin frá 1905 varð það ytra afl sem styrkti umpólun áfengisorð -
ræðunnar. Bann á áfengið hafði þá á sér jákvætt yfirbragð, eins og
síðar varð í aðdraganda bannlaga í Bandaríkjunum með um pólun
orðræðu úr neikvæðri yfir í jákvæða í kjölfar aukinnar styrjaldar-
umræðu.101 Á opinberum vettvangi á Íslandi varð einungis rúm
fyrir þá skoðun að útrýma bæri áfenginu, því hún aflaði mönnum
viðurkenningar og gaf fordæmi til eftirbreytni. Að málsmetandi
menn tjáðu sig á aðra lund var dirfska, það var álitshnekkir fyrir þá,
vakti hneykslan annarra og jaðraði við mannorðsmissi.102 Frá því að
lög um aðflutningsbann voru samþykkt 1909 og fram að gildistöku
algers áfengisbanns 1915 urðu rökin um að lögin hefðu aukið hróð -
ur íslensku þjóðarinnar erlendis helsta vopnið í málflutningi templ-
ara.103 Áhersla á sjálfsmyndina ásamt ótta við sið ferðis lega hnignun
þjóðarinnar virðist síðan áfram vera leiðarstefið og fylgi templara
reis eða hneig í takt við það fram á miðja tuttugustu öld.
Neysla og umgengni við áfengi — viðhorf festast í sessi
Áhrif banns — reglur, aðgerðir og umgjörð
Í töflu 2 má sjá yfirlit yfir aðdraganda áfengisbanns og afnám þess.
Aðflutningsbannið tók gildi í ársbyrjun 1912, sölu- og neyslubann
sterkra drykkja varaði frá 1915 og allt til 1935. Allan þann tíma, hér
sem annarstaðar, voru jafnan fundnar leiðir til að sniðganga bann -
lög.104
góðtemplarareglan á íslandi 43
brenni vín og viðhorf til þess á nítjándu öld: Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú
von og kærleika, bls. 18.
101 Mark Lawrence Schrad, Constitutional Blemishes, bls. 446.
102 Dæmi um það er Á. Jóhannsson, „kemur engum við“, Ísafold 30. júlí 1910, bls.
189.
103 Sjá t.d. „Aðflutningsbannið“, Ísafold 22. apríl 1911, bls. 98.
104 Smygl og bruggun í ábataskyni varð fljótt viðvarandi iðja og heimabruggun
jókst á þriðja áratugnum. Í lækningaskyni fengust víða ótæpilega útgefnar
áfengisávísanir. Undanþágur, sem leyfðar voru á innflutningi áfengis til
sendiráða, til lækninga eða iðnaðarnota, leiddu til misnotkunar á margvísleg-
an máta. Sjá Brynleifur Tóbíasson, Bindindishreyfingin á Íslandi, bls. 136; Arnar
Guðmundsson og Unnar Ingvarsson, Bruggið og bannárin, bls. 58, 73 og 96;
Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, „engin venjuleg
verslun“, Saga áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár. Drög 10. janúar
2013, bls. 76. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 43