Saga - 2016, Side 49
Hlutverk áfengisvarnarnefnda árið 1935 var nú orðið eins konar
opinber framlenging af meginmarkmiði templara — „herferðinni“
gegn „eitrinu“ og fræðslu um skaðleg áhrif þess sem staðið hafði í
50 ár. Með stofnun nefndanna, þessara sértæku úrræða sem voru
talin nauðsynleg í ljósi þess að „eitrið“ var nú leyft en ekki bannað,
gekkst hið opinbera inn á að taka frumkvæðið í því samfélagslega
og siðferðislega aðhaldi í áfengismálum sem Góðtemplarareglan
hafði fram að því sinnt. Hlutverkið var nú formlega komið á forræði
ríkisins. Til að framfylgja því í nærumhverfi var það sett í hendur
leikmanna — almennings, sem fékk í gegnum nefndirnar valdheim-
ildir til eftirlits með samborgurunum. Með nýjum áfengislögum var
fulltíða einstaklingum frjálst að kaupa og hafa um hönd sterkt
áfengi, en orðræða undangenginna áratuga og óttinn við afleiðing-
arnar á einstaklinga, og þar með þjóðina, ýtti á aukin afskipti yfir-
valda. Nefndunum var ætlað að bjarga fólki frá eigin veikleika —
óhóflegri nautn og siðferðisbrestum — og hamla siðspillandi áhrif-
um þeirrar hegðunar úti í samfélaginu. Lífvaldið var hér að verki;
það vildi vita og taldi sig þurfa að bregðast við, því óæskileg sið -
ferðishegðun ógnaði framþróun heildarinnar. Nú dugði ekki
orðræðan ein og fræðslan, heldur var gripið til eftirlitsaðgerða. Þær
aðgerðir gátu grundvallast á orðrómi.
Nefndirnar kölluðu einnig á liðsinni kvenna við eftirlitið, líklega
vegna þess að um allnokkurt skeið var talið að konur væru farnar
„að súpa drjúgan á“, líkt og karlarnir, og því í álíka hættu og þeir, ef
ekki meiri.116 Mikilvægi kvenna í nefndunum má bera saman við
nauðsynlega þátttöku þeirra í stúkunum og mikilvæg hlutverk
þeirra þar, og þá í hjúkrunarnefndum sérstaklega þar sem umönnun
veikra stúkusystra inni á heimilum þeirra voru á hendi kvenna, rétt
eins og aðhald og eftirlit karlanna gagnvart brokkgengum félögum
hafði falist í heimsóknarnefndunum. Áfengisvarnarnefndirnar þurftu
kven fólk innan sinna raða til að sinna konum og bregðast við
meintri drykkju þeirra. Refsingin við óhlýðni í stúkunum fólst í
brottvísun úr stúkusamfélaginu, refsing við óhlýðni við áfengis-
varnarnefndirnar var beiting lögregluvalds.117 ekki er ólíklegt að
hugmyndin um starfsemi áfengisvarnarnefnda hafi byggst á starfs -
aðferðum, fordæmi og frumkvæði því sem stúkur höfðu sýnt til
góðtemplarareglan á íslandi 47
116 „Drykkjuskapur kvenna“, Templar 20:18 (1907), bls. 72; „Ísland fyrir Íslend -
inga“, Templar 21:8 (1908), bls. 29; Morgunblaðið 9. júlí 1937, bls. 3.
117 Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 140.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 47