Saga - 2016, Page 58
nefna hlutrænar heimildir eins og ljósmyndir af sögupersónunum
tveimur og teiknaðar skopmyndir.1
Í þessari grein er fjallað um pólitískt hversdagsfólk, það er að
segja fólk sem var ekki í framlínu stjórnmálanna á landsvísu. Ragn -
heiður kristjánsdóttir sagnfræðingur hefur nýlega bent á að ritun
stjórnmálasögu þurfi einmitt að fara í gegnum endurnýjun lífdaga
með slíkri nálgun, einkum þó með því að kastljósinu sé beint að
konum í pólitískum hreyfingum. Hún nafngreinir allmargar konur
sem hafa lítið sem ekkert verið rannsakaðar vegna þeirra áherslna
sem einkennt hafa ritun stjórnmálasögunnar. Meðal hinna nafn-
greindu er að finna Ingibjörgu Steinsdóttur.2 Auðvitað var Ingólfur
í öðruvísi stöðu, en hann er þó hversdagslegur í þeirri merkingu að
hann stóð utan við helstu valdakjarna.
Umfjöllunin hér mun einskorðast við pólitíska sögu hjónanna
og er meðal annars ætlunin að draga fram hvernig framganga
þeirra getur varpað frekara ljósi á þróun hreyfingar kommúnista.
Þetta er með öðrum orðum ekki almenn greining á störfum og
lífsviðhorfum þessara hjóna. Með því að rýna í sögu þeirra gefst
tækifæri til að skoða hvernig félagsmenn og einstakar deildir á
landsbyggðinni gátu orðið forystunni í höfuðstaðnum óþægur ljár
í þúfu. kannað verður hversu forystuholl þau voru í hreyfingu þar
sem mikil áhersla var lögð á aga og hlýðni. Spurt verður jafnframt
hvort hjónaband Ingólfs og Ingibjargar hafi að einhverju leyti hvílt
á hugsjónum þeirra. Og ef svo var, hvernig vegnaði þá sambandi
þeirra í þeim ólgusjó innanflokksátaka sem einkenndi flokkinn
lengi vel? Um leið er þetta greining á samfélagslegri stöðu þeirra
og tilraunum mismunandi aðila til að jaðarsetja Ingibjörgu vegna
kynferðis hennar.
ingibjörg sigurðardóttir og páll …56
1 Sérstakar þakkir fyrir aðstoð við heimildaöflun vegna þessarar greinar fá eftir-
taldir (í stafrófsröð): Jón Hjaltason, Jón Ólafsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir,
Ragnheiður kristjánsdóttir, Sigurður Pétursson, Skafti Ingimarsson, Soffía
Auður Birgisdóttir og Þór Whitehead. Tekið skal fram að allar beinar tilvitnanir
í þessari grein eru stafréttar, þ.e. ekki lagaðar að núgildandi stafsetningar -
reglum. Nánari greiningu á lífi og starfi hjónanna Ingibjargar og Ingólfs er að
finna hér: Ingibjörg Sigurðardóttir, „Sjálf í hlutverkum. Ingibjörg Steinsdóttir
leikkona (1903–1965) og sjálfsmyndasafn hennar“, MA-ritgerð við íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands (maí 2015). Áætlað er að ritgerðin komi út hjá
Bókmenntafræðistofnun HÍ á næsta ári.
2 Ragnheiður kristjánsdóttir, „Nýr söguþráður. Hugleiðingar um endurritun
íslenskrar stjórnmálasögu“, Saga LII:2 (2014), bls. 7–32, hér bls. 8.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 56