Saga - 2016, Side 65
afmælisgrein um Ingólf níræðan, að honum hefðu alltaf verið fengin
erfiðustu verkin, gjaldkerastörfin.28 Tveimur árum síðar, eða árið
1926, var Ingólfur titlaður varaformaður félagsins. ekki verður á
hinn bóginn séð að Ingibjörg hafi haft sig í frammi á fundum félags-
ins. Sjónarmið í anda kommúnisma áttu upp á pallborðið á fundum
þess og til áréttingar á róttækni sinni nefndu þeir innanfélagsblað
sitt Marx.29 Ýmislegt bendir þó til að einar og Akureyrarfélagið hafi
þótt standa heldur langt til „hægri“ því á árunum 1927–1929 var um
það rætt innan kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, að láta
gera „hreinsanir“ innan félagsins.30
Þá má geta þess að Ingólfur tengdi sín pólitísku hugðarefni við
rekstur prentsmiðjunnar. Í byrjun árs 1923 tók hann til dæmis við
prentun vikuritsins Verkamaðurinn, sem jafnaðarmenn á Akureyri
gáfu út með styrk frá Alþýðusambandi Íslands.31 Styrkurinn dugði
þó skammt og tveimur árum síðar barmaði Ingólfur sér yfir skuld -
um við prentsmiðjuna.32 Árið eftir gaf hann út fyrstu íslensku þýð -
inguna á Kommúnistaávarpinu og var það einnig fjárhagsleg byrði
fyrir prentsmiðjuna, a.m.k. til skamms tíma.33 Að auki vann Ingólfur
að útbreiðslu verka eftir róttæka rithöfunda. Vorið 1925 tókst honum
til að mynda að safna rúmlega sjötíu kaupendum að bók Þórbergs
Þórðarsonar, Bréf til Láru, „þrátt fyrir lítinn tíma“ eins og hann komst
að orði í bréfi til höfundarins.34
Þá er þess að geta að Ingólfur fór ungur að taka þátt í starfi
stéttar félaga og fetaði þar með í fótspor föður síns sem var framar-
hjónaband í flokksböndum 63
28 einar Olgeirsson, „Til Ingólfs Jónssonar“, Þjóðviljinn 26.–27. júní 1982, bls. 11.
29 Jafnaðarmannafélagið á Akureyri. Fundargerðarbók 1924–1932, fundargerð 25. sept-
ember 1924, bls. 8.
30 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 38. Þess má einnig geta að Ingólfur settist í
stjórn Fræðslufélags kommúnista sem stofnað var árið 1924 til að vera vett-
vangur fyrir vinstri arminn í Alþýðuflokknum; sjá Ragnheiður kristjánsdóttir,
Nýtt fólk, bls. 186.
31 kristján frá Djúpalæk, „Flett blöðum 50 ára“, Verkamaðurinn 24. nóvember
1968, bls. 23.
32 Sumarliði Ísleifsson, Í samtök. Saga Alþýðusambands Íslands I (Reykjavík: For -
lagið 2013), bls. 71. [Tilvitnun í bréf Ingólfs til ónefnds flokksbróður 25. sept-
ember 1925].
33 einar Olgeirsson, „Útgáfa kommúnistaávarpsins 1924“, Réttur 60:1 (1977), bls.
24.
34 Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild) Lbs. 6 NF:
Bréfasafn Þórbergs Þórðarsonar. Ingólfur Jónsson til Þórbergs 17. apríl 1925.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 63