Saga - 2016, Side 71
Ingólfur og Ingibjörg létu jafnframt til sín taka á hinu pólitíska
sviði í bænum, meðal annars með því að stofna jafnaðarmannafélag
á Ísafirði í nóvember 1926, aðeins nokkrum mánuðum eftir að þau
fluttu í bæinn. Ingólfur var kjörinn fyrsti formaður félagsins en geta
má þess að Ingibjörg var eina konan sem tók til máls á stofnfundin-
um.57 Fundargerðir næstu ára sýna að hún var virkur þátttakandi í
félaginu. Innan þess tókust stundum á ólíkar fylkingar, allt frá hóf-
sömum jafnaðarmönnum til sannfærðra kommúnista. Styrkur hinna
róttækari var þó áberandi, eins og sést meðal annars af nafni inn-
anbúðarblaðs félagsins, Lenín. erfitt er að segja til um fjölda komm-
únista á Ísafirði en í bréfi sínu til kominterns, vorið 1927, telur einar
Olgeirsson þá vera fimmtán.58 Ingólfur og Ingibjörg tilheyrðu hópi
hinna róttækari í félaginu. Nefna má að haustið 1927 lét Ingólfur
þau orð falla á fundi að bæjarfélagið þyrfti sjálft að taka atvinnu-
reksturinn, sem þá var einkum á sviði útgerðar, í sínar hendur ef
Ísafjörður ætti ekki að verða að þorpi.59
Ingibjörg í Berlín og Moskvu 1929–1930
Árið 1929 veitti Alþingi Ingibjörgu styrk til leiklistarnáms og ákvað
hún að halda til Berlínar. Hún flaug til Reykjavíkur og sigldi síðan
til kaupmannahafnar þar sem hún hitti tvo kunna kommúnista, þá
Jens Figved, sem var á leið til Moskvu til að hefja þriggja ára þjálfun
við Vesturháskólann á vegum kominterns, fyrstur Íslendinga, og
Stefán Pjetursson, sem stundaði nám í sagnfræði við háskólann í
Berlín. Jens segir reyndar svo frá í einkabréfi að þeir hafi flúið undan
henni til Berlínar.60 Rétt er að geta þess að þau Jens þekktust vel
vegna þess að hann hafði gengið í jafnaðarmannafélagið á Ísafirði
haustið 1928, þá rúmlega tvítugur, og verið virkur í því um skeið.61
Stefán var orðinn hagvanur á meginlandinu en Ingibjörg var að öll-
hjónaband í flokksböndum 69
57 Skjalasafn Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörðabók Jafnaðarmannafélagsins. Ísa -
firði. Fundargerð stofnfundarins 2. nóv. 1926.
58 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 253.
59 Skjalasafn Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörðabók Jafnaðarmannafélagsins. Ísa -
firði. Fundargerð 20. nóvember 1927.
60 H.skj.Ísaf. (Hérðasskjalasafn Ísafirði) kS 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafs -
sonar 1928–1929. Jens Figved til Halldórs 19. nóvember 1929.
61 Skjalasafn Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörðabók Jafnaðarmannafélagsins. Ísa -
firði, 16. fundur, 18. nóvember 1928.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 69