Saga - 2016, Qupperneq 79
eru lögð niður og framleiðslan takmörkuð, verða á þessu ári reistar í
Rússlandi 518 nýjar framleiðslustöðvar og 1940 nýjar traktora- og véla-
verksmiðjur. Þar fá vinnu þrjár miljónir manna, þar af ein miljón og sex
þúsund konur. Til þess að létta byrðar verkakonunnar og gera henni
lífið glaðara, eru þar í hverri verksmiðju eldhús, borðsalur, íþróttasalur,
bókasafn, samkomusalur og barnaheimili. Þungaðar konur fá þar 4
mánaða frí með fullum launum. Þegar þær síðan koma aftur til vinnu
fá þær hálftíma frí tvisvar á dag, auk venjulegs matmálstíma, til þess
að leggja barnið á brjóst. Vinnutíminn er þó aðeins 6–7 tímar. Þar er ein-
kunnarorðið: „ekkert barn í heiminn nema því sé tekið með gleði.“90
Auðvitað er þessi texti fremur heimild um viðhorf Ingibjargar en
ástandið í Sovétríkjunum, enda var það svo að þeir sem heimsóttu
ríki Stalíns á þessum árum litu gjarnan á það sem fyrirmyndarríki
og skrifuðu ferðasagnir þaðan í samræmi við það.91
Staða konunnar var Ingibjörgu ofarlega í huga og skömmu síðar
bað vikublaðið Fálkinn hana „að segja … eitthvað um rússneskar
konur“ og voru orð hennar birt í sérstökum kvennadálki blaðsins.
Sé horft fram hjá dálæti Ingibjargar á Sovétríkjunum sést að hún var
einarður talsmaður hinnar sjálfstæðu nútímakonu, sem væri bæði
óháð eiginmanni sínum og virkur þátttakandi í samfélaginu.92 Óvíst
er hvort Ingólfur hefði tekið undir þessi sjónarmið eiginkonu sinnar
en þó er ýmislegt sem bendir til þess. Hann studdi hana til að
mynda dyggilega í því að reyna að helga sig leiklistinni og dvelja
erlendis heilan vetur, fjarri fjölskyldu sinni. Slíkt var óvenjulegt á
þeim tíma. Þá má nefna að sem ungur maður í Alþýðuflokknum tók
Ingólfur þátt í að skipuleggja fjölmennan kvennafund í Reykjavík,
fyrir þingkosningarnar 1921, þar sem hann var einn ræðumanna.93
Gefum Ingibjörgu orðið:
hjónaband í flokksböndum 77
90 Ingibjörg Steinsdóttir, „Samhjálp verkalýðsins“, Jólablað verkakvenna 1 (1931),
bls. 14–15.
91 Rósa Magnúsdóttir, „„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“. Skilningur og upp-
lifun íslenskra ferðabókahöfunda á Sovétríkjunum“, Saga XLVIII:1 (2010), bls.
99–128.
92 Sjá skilgreiningar og umræður um fyrirbærið nútímakona í: erla Hulda
Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi
1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, RIkk og Háskólaútgáfan 2011), eink-
um bls. 263 og 334.
93 „kvennafundur“, Alþýðublaðið 22. janúar 1921, bls. 3; „Alþýðuflokksfundur -
inn“, Alþýðublaðið 24. janúar 1921, bls. 3; „kvenkjósendafundur“, Alþýðublaðið
25. janúar 1921, bls. 2.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 77