Saga - 2016, Side 80
Það sem fyrst og fremst skilur Sowjet konuna og Vestur-evrópu
konuna er það, að konan í Sowjet-Rússlandi er ekki fyrst og fremst alin
upp til að gifta sig. Hún stendur jafnt að vígi og karlmaðurinn að öllu
leyti og gengur að sömu vinnu og hann nema þegar um allra erfiðustu
störf er að ræða. Hún vinnur ekki nema sjö stundir á dag, eins og
karlmaðurinn, og hefir hálfsmánaðar til mánaðar frí á ári, eftir því hvað
hún vinnur erfiða vinnu. Þegar kona elur barn fær hún 4 mánaða frí til
að eiga barnið. Full laun meðan hún er frá vinnu sinni og fult meðlag
með barninu í 9 mánuði og er það greitt af ríkinu. Þrisvar á dag fær
hún hálftíma aukafrí ef hún hefir barn á brjósti.
Algengast er að konur koma börnum sínum fyrir á barnahælum,
sem stjórnin rekur. eftir því, sem vellíðan vex í landinu færist þó aftur
í það horf að konan vinni einungis fyrir heimili sitt.
konur taka mikinn þátt í opinberum störfum. Í mörgum bæjum
sitja konur í meiri hluta í bæjarstjórn og um 40% af opinberum starfs-
mönnum ríkisins, í Moskva, eru konur.
Af því sem rússneska konan er gjörsamlega óháð karlmanninum
efnalega er hugsunarháttur hennar allur annar en í Vestur-evrópu.
Hjónaskilnuðum er altaf að fækka og óskilgetin börn fæðast þar hlut-
fallslega miklu færri en í öðrum löndum.
Um öll uppeldismál ræður konan afar miklu. eftirtektarverð er
einnig hin mikla fræðsla um kynferðismál, sem allir klúbbar vinna að.
enda voru kynsjúkdómar afar útbreiddir í landinu frá því á keisaratím-
unum og er nú verið að reisa rönd við þeim.
Að öllu leyti stendur rússneska konan fyrir mjer, sem sú hugsjón,
sem allar konur um víða veröld ættu að leitast við að líkjast.94
eftir heimkomuna frá Þýskalandi og Sovétríkjunum vildi Ingibjörg
kynna sér hugmyndafræði kommúnismans. Löngun hennar stóð til
þess að taka sér tímabundið frí frá leiklistinni til þess að geta tileinkað
sér kommúnísk fræði, jafnvel í hálft eða heilt ár. Þau hjónin höfðu
komist í samband við norska kommúnista og Ingibjörg leitað ráða um
hvernig best væri að haga náminu. Í bréfi frá Arvid G. Hansen (1894–
1966), sem var einn helsti leiðtogi norskra kommúnista á þriðja og
fjórða áratugnum, er hún hins vegar hvött til þess að starfa áfram að
leiklistinni og taka sér ekki frí frá henni, það sé best fyrir flokkinn.
Árangursríkast sé að læra um kommúnismann með fram hinum dag-
legu störfum og Hansen hvatti Ingibjörgu til skapandi verka í þágu
flokksins, til dæmis með því að stofna leshring og skrifa „sketsa“.95
ingibjörg sigurðardóttir og páll …78
94 „Rússneska konan“, Fálkinn 3. maí 1930, bls. 10.
95 Lbs. Lbs. 5228 4to, a-b. Bréf frá Arvid Hansen til Ingibjargar í Moskvu 27. júní
1930.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 78