Saga - 2016, Page 83
menn á Ísafirði til samans.104 Og ólíkt þeim Ingólfi og Ingibjörgu var
Steinþór jafnframt virkur í sellum flokksins á staðnum.
Fundargerðir kommúnistaklúbbsins á Ísafirði sýna að flokks-
pólitísk spenna var að myndast og náði inn í fjölskyldu hjónanna.
Beindist hún meðal annars að Finni bróður Ingólfs. Á fundi í
klúbbn um um miðjan september 1930 gagnrýndi Steinþór Finn og
skilgreindi hann sem hægrimann. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að
Steinþór var þá nýfluttur til Ingibjargar og Ingólfs, þar sem hann átti
eftir að búa í fjögur ár, og þetta sama ár, 1930, flutti Finnur ásamt
konu og sex börnum í íbúðarhúsið gegnt húsi Ingibjargar og Ingólfs,
Faktorshúsinu í Neðstakaupstað.105 Á sama fundi fékk Ingólfur því
jafnframt framgengt að beðið yrði með birtingu greinar í Skutli, mál-
gagni jafnaðarmanna á Ísafirði, þar sem stjórn samvinnufélagsins
var gagnrýnd.106 Félagið var stofnað árið 1927 og sat Ingólfur í
fyrstu stjórninni, auk þess sem Finnur var ráðinn sem framkvæmda-
stjóri, en þeirri stöðu gegndi hann til 1944.107 Í desember sama ár lét
Steinþór þau orð falla, á fundi í klúbbnum, að foringjar jafnaðar-
manna væru „andvígir kröfum verkalýðsins“ og vildu „komast sjálfir
í sem besta stöðu, en ekki hugsa um verkalýðinn, sem hefur komið
þeim til valda“.108
Sjálf átti Ingibjörg eftir að valda nokkrum titringi innan klúbbs -
ins á Ísafirði með framgöngu sinni á fundi upp úr miðjum sept -
ember 1930. Það sem gerðist varpar ekki aðeins ljósi á þanka gang -
inn meðal forystumanna hreyfingarinnar í höfuðstaðnum heldur
gefur einnig til kynna að innst inni efaðist Ingibjörg um starfshætti
hennar. Til umræðu voru þær reglur sem félagarnir áttu að fara
eftir — þeim bæri til að mynda „skilyrðislaust að hlýða kommún-
istískum aga“. Þetta þýddi að allir félagarnir þyrftu „skilyrðislaust
að hlýða samþykktum meirihlutans“, annað væri brottrekstrar -
hjónaband í flokksböndum 81
104 H.skj.Ísaf. kS 1870/415. Fundargerð blaðanefndar kommúnistaklúbbsins á
Ísafirði frá 18. ágúst 1930.
105 H.skj.Ak. Manntal á Ísafirði 1930 [á örfilmu]. Ingólfur og Ingibjörg leigðu
húsið af bænum fyrir 100 kr. á mánuði; sjá „Bæjarstjórnarfundur“, Vesturland
6. ágúst 1927, bls. 4.
106 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 18. sept. 1930.
107 Sigurður Pétursson, „Samvinnufélag Ísfirðinga. Fyrsta útgerðarsam vinnu -
félag á Íslandi. Stofnun og fyrstu starfsár“, Saga XXV (1987), bls. 167–194.
108 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 5. desember 1930.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 81