Saga - 2016, Page 88
Ingólfi sjálfum. Dæmi eru um það frá vorinu 1929 að Brynjólfur
Bjarnason, helsti leiðtogi íslenskra kommúnista og síðan fyrsti og
eini formaður k.F.Í., hafi talið að Ingólfur væri of tregur í taumi.129
Frá Sovétríkjunum skrifaði Jens Figved svo, í bréfi til Halldórs
Ólafssonar á Ísafirði, um miðjan júní 1930:
Ingólf skal jeg ekki vera langorður um ― ennþá verðum við að gæta
allrar varúðar ― nota hann samt eftir getu enn umfram alt skoða hann
sem krata. Tíminn leiðir í ljós hvað úr honum verður. Jeg álít að við
þurfum að gjamma dálítið hraustlegra og þjettara fram í kratana [á
Ísafirði] og sýna þeim eða rjetta verkalýðnum hreinan lit ― og ef við
náum „Skutli“ í okkar hendur verðum við umfram alt að nota hann
karlmannlega.130
Ætla má að orðið „karlmannlega“ merki hér einfaldlega kröftug -
lega. Geta má þess að Halldór hafði verið ritstjóri Skutuls frá 1928 til
loka árs 1930, eða þangað til alþýðuflokksmönnum þótti blaðið vera
orðið of róttækt og settu ritnefnd yfir það undir forystu Finns
Jónssonar. Haustið 1930, þegar spennan milli jafnaðarmanna og
kommúnista í Jafnaðarmannafélaginu á Ísafirði fór að aukast, tók
Ingólfur þó greinilega afstöðu með kommúnistum.131 Og vorið 1931
var honum hrósað í Verkalýðsblaðinu fyrir framgöngu sína í nýlegu
verkfalli á Ísafirði, enda var hann á leiðinni í framboð fyrir flokkinn
í Reykjavík þá um sumarið sem annar maður á lista.132 Líkurnar á
þingsæti voru ekki miklar enda náði flokkurinn ekki manni á þing.
Jens Figved hélt samt áfram að hafa efasemdir um bæjarstjórann:
„Hvernig er Ingólfur?“ spurði hann til dæmis í öðru bréfi til Hall -
dórs Ólafssonar í nóvember 1931.133 Þá má geta þess að í bráða -
birgða starfsreglum kommúnistaklúbbsins á Ísafirði, frá sumri eða
hausti 1930, var að finna það ákvæði að senda bæri miðstjórninni í
ingibjörg sigurðardóttir og páll …86
129 Sjá t.d. H.skj.Ísaf. kS: 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafssonar 1928–1929.
Brynjólfur Bjarnason til Halldórs 3. apríl 1929.
130 H.skj.Ísaf. kS: 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafssonar 1928–1929. Jens Figved
til Halldórs 16. júní 1930.
131 Skjalasafn Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörðabók Jafnaðarmannafélagsins.
Ísafirði. Fundargerðir 8. og 29. september 1930. Þá um haustið misstu komm-
únistar tök sín á félaginu. yfirtaka jafnaðarmanna var staðfest á aðalfundi 22.
janúar 1931.
132 „Ísafjarðarverkfallinu lokið“, Verklýðsblaðið 23. maí 1931, bls. 1.
133 H.skj.Ísaf. kS: 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafssonar 1928–1929. Jens Figved
til Halldórs, 1. nóvember 1931.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 86