Saga - 2016, Page 91
ólfi einnig með ítarlegu bréfi. Hann sakaði greinarhöfund Verk -
lýðsblaðsins um „ódrengskap“; greinina mætti „reka ofan í hann orð
til orðs“. Við lestur hennar hefði hann orðið „blátt áfram mál laus af
undrun“. Birting hennar hefði auk þess skaðað deildina á Ísafirði:
„Það var fyrirgefanlegt að nota þetta á fundi, en að smella því á
prent er alveg ófyrirgefanlegt …“ Síðan bætti hann við:
Og ég krefst þess að þeir sem tala við mig fyrir flokksins hönd, trúi
mér, þegar þeir ekki hafa sannanir fyrir því að ég ljúgi, annars neyðist
ég til þess að hætta að taka ykkur alvarlega. Ég efast ekkert um að við
séum stórgölluð hér á Ísafirði og ódugleg í hæsta máta, en það bætir
ekki úr skák að höfuðmálgagn kemur hvað eftir annað í bakseglin og
flytur rangar og í þessu falli vísvitandi rangar fregnir héðan. Heldurðu
að það lyfti okkur og örfi okkur? Ég er þér alveg sammála um, að fjöld-
ann verðum við að vinna. Ég segi þér það satt félagi, að hann verður
ekki unninn með að finna upp mótstöðuatriði. Mótstöðuatriðin verða
raunverulega að vera þreifanleg og föl, og það verður að vera hægt að
benda á þau, svo að fólkið skilji, að hér þurfi baráttu.
Síðan sagðist Ingólfur ætla að óska eftir því að öll málsatriði yrðu
rannsökuð innan deildarinnar. Hann endaði bréf sitt á þessum
orðum: „ykkur hefir orðið skissa á og hún mikil og ég vænti þess að
þið takið því sem sannir kommúnistar. Ég bíð óhræddur umsagnar
deildarinnar hér og kveð þig með kommúnistakveðju.“141 Ingólfur
stóð greinilega fast á sínu. Hann var sex árum eldri en Brynjólfur og
búinn að standa lengi í pólitískri baráttu, auk þess að hafa ritstýrt
Alþýðublaðinu í Reykjavík, rekið prentsmiðju á Akureyri og verið
bæjarstjóri á Ísafirði. Brynjólfur hafði hins vegar, eins og raunar
margir helstu forystumenn hreyfingar kommúnista, forframast
erlendis og kannski gerði það honum auðveldara að standa á sann-
færingu sinni gagnvart sér eldri mönnum. en að Ingólfur skyldi
standa með öðrum fulltrúum í fátækranefnd Ísafjarðar í þessu máli
var kornið sem fyllti mælinn hjá flokksforystunni. Á fundi sínum
sunnudaginn 4. október ákvað miðstjórnin að reka Ingólf „tafarlaust
úr flokknum“. Nefndar voru þrjár ástæður:
1. Þrátt fyrir ítrekaðar áminningar hefir Ingólfur gengið fram hjá
samþykktum flokksins, gerst samábyrgur sósíaldemókratabrodd-
unum á Ísafirði og reynt að breiða yfir svik þeirra.
hjónaband í flokksböndum 89
141 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 6. október 1932.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 89