Saga - 2016, Side 94
ist því að brottrekstur Ingólfs var ekki ræddur á flokksþinginu.
Fundargerðirnar sýna að hann hætti að taka beinan þátt í starfi
deildarinnar á Ísafirði en innan hennar var samt haldið áfram að til-
nefna hann til ábyrgðarstarfa, til að mynda í stjórn A.S.V. á Ísafirði í
febrúar 1933.151 Þá var jafnframt ákveðið að hann yrði ræðumaður
á 1. maí-hátíðarhöldunum á vegum deildarinnar sama ár.152 Ingólf -
ur hélt einnig ræðu á skemmtun hennar, 7. nóvember þá um haustið,
til minningar um rússnesku byltinguna.153 Félagarnir á Ísafirði
héldu því áfram að líta á hann sem góðan og gegnan flokksmann.
Ingibjörg virðist hafa haldið ótrauð áfram að starfa innan
Ísafjarðardeildar k.F.Í. Hún var til dæmis kjörin í tvær nefndir í des-
ember 1932, kvennanefnd og fræðslu- og útbreiðslunefnd.154 Meðal
þess sem kvennanefndin átti að sjá um voru tengslin við kvenna-
nefnd A.S.V. og barnastarfið, það er „pionera-starf“ flokksdeildar-
innar (stundum kallaðir Ungherjar), en eitt af því sem fræðslu- og
útbreiðslunefndin annaðist voru leikhóparnir.155 Í báðum nefndum
var Ingibjörg því á heimavelli. Hún flutti til að mynda erindi á
Rússlandsfarafundi, á vegum fræðslu- og útbreiðslunefndarinnar í
febrúar það ár.156 Ingibjörg hafði verið einn af stofnendum A.S.V.,
eins og áður hefur komið fram, og á fundi kvennanefndarinnar í
byrjun árs 1933 hvatti hún ísfirskar konur til að ganga í sam-
bandið.157 Og hún hafði fleiri járn í eldinum því að í lok janúar sótti
hún um aðild að verkalýðsfélaginu Baldri á aðalfundi félagsins en
ingibjörg sigurðardóttir og páll …92
sjá t.d. Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934, myndasíður
milli bls. 80 og 81.
151 H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933.
Fundargerðir frá 13. og 21. febrúar 1933.
152 H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933.
Fundargerð frá 14. apríl 1933. Þar ræddi hann um fasismann í Þýskalandi; sjá
H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933.
Fundargerð frá 29. apríl 1933. Sjá einnig „1. maí“, Baldur 1. maí 1933, bls. 4.
153 H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933.
Fundargerð frá 7. nóvember-nefndinni 29. október 1933.
154 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 6. des. 1932.
155 H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933.
Fundargerð frá 12. desember 1932.
156 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Skýrsla eyjólfs Árnasonar til fræðslu- og útbreiðslu-
nefndar k.F.Í. í Reykjavík, um starfið á Ísafirði, frá 12. apríl 1933.
157 H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í. (kvennadeild), des. 1932 – des-
ember 1933. Fundargerð frá 10. janúar 1933.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 92