Saga - 2016, Qupperneq 97
Síðan er vikið að viðhorfi Ingibjargar til eiginmannsins og því
hversu takmarkaða sjálfsgagnrýni hún hafi iðkað:
Fél. Ingibj. Steinsd. áleit að I.J. væri á leiðinni til flokksins, að hann vildi
gag[n]rýna sig, og að þess vegna yrði að leggja áherslu á að hjálpa hon-
um og vinna hann fyrir flokkinn. Fél. I.S. hefur tekið sjálfkritiskt spor,
en ófullnægjandi og er vaklandi gagnvart tækifærissinnuðum skoðun-
um. Hún er veik fyrir áhrifum frá Guðm. Bjarnas., sem kom fram í því
að hún eftir að hafa talað við hann, þegar búið var að reka hann úr FUk
og flokknum, talaði um möguleika á því að hann kæmi með sjálfs-
gagnrýni og gerðist félagi.
Fleiri félagar voru nefndir á nafn sem að mati höfundar höfðu ekki
heldur tekið út nægilegan kommúnískan þroska. Jafnframt var bent
á að of mikla sáttfýsi væri að finna innan deildarinnar sem lýsti sér
meðal annars með eftirfarandi hætti: „Því var slegið föstu að fél. I.St.
hefði stigið spor á fyrsta deildarfundinum, eftir að fulltrúarnir komu
af Landsfundinum [í nóvember 1932], enda þótt hún tæki málin út
frá persónulegu sjónarmiði og það kom í ljós þegar eftir fundinn að
hún hefði veika afstöðu gagnvart I.J.“164 Að talað sé um „veika
afstöðu“ eiginkonu til eiginmanns síns endurspeglar það viðhorf
innan hreyfingarinnar að hugsjónin skyldi vera æðri hjónabandi og
ættarböndum.165 Tilvitnanirnar sýna auk þess að almennt lék Ingi -
björg hlutverk sáttasemjara og var andvíg stefnu harðlínu manna í
flokknum.
Leiðtogar kommúnista ræddu einnig stöðu Ingólfs á opinberum
vettvangi og í málgagni flokksins, Verklýðsblaðinu, voru ísfirskir
flokksmenn teknir á beinið í nóvember 1933: „Á Ísafirði hefir deild
k.F.Í. ekki hafið neina baráttu gegn áhrifum Ingólfs Jónssonar á
deildina né skipað honum á bekk með sósíaldemókr., þó hann sé
þeim samábyrgur í allri baráttu þeirra og kúgunarráðstöfunum
gegn verkalýðnum (fátækraflutningi, launakúgun, o.fl.).“166 Hér
var fátækraflutningurinn, það er málið sem miðstjórnin notaði til
að reka Ingólf úr flokknum, enn og aftur dreginn fram. Og vorið
hjónaband í flokksböndum 95
164 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Bréf ritað á Ísafirði 16. desember 1933, líklega Halldór
Ólafsson til miðstjórnar k.F.Í.
165 Þessi túlkun kemur heim og saman við rannsóknir annarra fræðimanna á
kommúnismanum; sjá t.d. Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi
1921–1934.
166 „Landsfundur Miðstjórnar“, Verklýðsblaðið 27. nóvember 1933, bls. 1–2.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 95