Saga


Saga - 2016, Page 119

Saga - 2016, Page 119
Lokaorð Til þessa hafa fræðimenn einkum einbeitt sér að verslun englend - inga hér á landi og fiskveiðum þeirra á Íslandsmiðum sem og þeim stjórnmálaflækjum sem fylgdu í kjölfarið enda aðrar heimildir um samskipti þjóðanna takmarkaðar. Upplýsingarnar í England’s Immi - grants sýna fram á mun fjölbreyttari tengsl. Það voru ekki bara höfðingjar og fyrirmenn sem áttu í samskiptum við englendinga heldur einnig fólk af lægri stigum. Á 15. öld og fram á þá 16. flutti umtalsverður hópur Íslendinga til englands í framhaldi af miklum umsvifum enskra kaupmanna og fiskimanna hér á landi. Þótt heimildir bendi til þess að nokkrum þeirra hafi verið rænt eða þeir blekktir til að yfirgefa fósturjörðina má ætla að flestir þessara einstaklinga hafi farið af fúsum og frjálsum vilja í því skyni að bæta stöðu sína og í leit að betra lífi. eins og títt var um innflytjendur af öðru þjóðerni unnu flestir þeirra við störf í neðstu lögum samfélagsins eftir komuna til fyrirheitna lands- ins, voru þjónar, vinnumenn og vinnukonur. Lausleg könnun á sam- setningu innflytjenda frá öðrum löndum, sem er að finna í gagna- grunninum, leiðir svipað í ljós þótt samsetningin sé nokkuð mis- munandi eftir þjóðerni. Í gagnagrunninum England’s Immigrants er að finna upplýsingar um a.m.k. 155 Íslendinga en næsta víst er að þeir hafa verið talsvert fleiri sem hleyptu heimdraganum. Flestir þeirra sem þar er getið settust að í og nálægt hafnarborgunum Hull og Bristol og svo í London. Um flest af þessu fólki er fátt vitað annað en nafnið, hve - nær það var í englandi og hvar það dvaldist á þeim tíma. Um þó nokkra er hægt að grafa upp viðbótarupplýsingar svo sem nákvæm- ara heimilisfang, starf og stöðu, hvort viðkomandi hélt heimili eða hvert var nafn húsbónda eða húsmóður ef viðkomandi var í þjón- ustustörfum á heimilum betri borgara. engar beinar upplýsingar er hins vegar að finna um hvernig þeim vegnaði í nýjum heimkynnum en þó má ráða af ýmsu því sem er að finna í gagnagrunninum að þó nokkrum hafi tekist bærilega að koma undir sig fótunum, hasla sér völl og aðlagast ensku sam- félagi. Þar er þó allnokkur munur á eftir svæðum. Þeim sem settust að í east Riding vegnaði að því er virðist betur en öðrum. Þar eru 13 manns sem halda heimili og tveir Íslendinganna á þessum slóðum fengu ríkisborgararétt. Aðeins einn Íslendinganna í London heldur heimili en enginn af öllum þeim sem bjuggu í Bristol. Hér er þó rétt að hleypa heimdraganum 117 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.