Saga


Saga - 2016, Side 128

Saga - 2016, Side 128
ingar eftir hana standa enn og hafa sumir eigendur þeirra lagt á sig nokkra fyrirhöfn til að viðhalda þeim. Sjá má nokkrar slíkar eldhús- innréttingar í verkum ljósmyndarans David Frutos á síðum bókar- innar. Við myndatökurnar er „brugðið á leik“ (bls. 242) og teflt sam- an innréttingum kristínar og nútíma-húsmóðurinni, uppáklæddri í hönnun eftir íslenska fatahönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur. Í skýringum í bókarlok kemur fram að um einskonar endurtúlkun á amerískum auglýsingum um húsmæður að störfum sé að ræða. Þótt færa megi skemmtileg rök fyrir hugdettunni er hún ekki endilega vel heppnuð. Hugsanlega hefðu látlausari myndir aukið fagur fræði - legt gildi bókarinnar. einnig hefði verið áhugavert að sjá fleiri eldri myndir af innréttingum kristínar. Val á meðhöfundum gefur til kynna að ritstjórinn sækist eftir að setja sögu kristínar í alþjóðlegt samhengi og hefur það bæði kosti og galla í för með sér. Í allri umfjöllun um hönnun og byggingarlist er gott að sjónarhornið sé vítt og það er augljóst að erlendir straum - ar og stefnur mótuðu verk kristínar. Í bókinni kemur fram að Halldóra hafi haldið fyrirlestur um kristínu á Spáni og viðbrögð hlustenda sýnt að „kristín væri tákn fyrir margar konur óháð landa- mærum og því væri bókin brýn og áhugaverð fyrir breiðan lesenda- hóp“ (bls. 242). Upplýsingarnar sem birtast í köflum bókarinnar setja líf og störf kristínar vissulega í alþjóðlegt samhengi en fyrir vikið verður efnið afar umfangsmikið og lesandanum í raun látið eftir að flétta ólíka þætti sögunnar saman. Það gæti reynst snúið fyrir lesendur sem ekki eru vel að sér í sögu byggingarlistar og hönnunar. ef bókin er ekki eingöngu skrifuð fyrir fag- og fræðifólk skiptir þetta máli. eins og kemur fram í bókinni voru áhrif í húsagerðarlist og hönnun á Íslandi á þessum tíma mest frá Norðurlöndum. kristín kemur með nýjar hugmyndir og nýja starfsgrein til landsins á sama tíma og lífshættir eru að breytast og „lagði þeirri þróun lið“ (bls. 47). Þessu til stuðnings skrifar Halldóra: „Nám kristínar féll beint að þeirri umræðu sem þarna fór fram og viðhorf hennar áttu eftir að vera verðmætt framlag í hana“ (bls. 49) og á öðrum stað: „eldhús og innréttingar kristínar byggðust ekki á formum eða persónulegum smekk heldur voru þær tengdar órjúfanlegum böndum við menn- ingarlegar aðstæður og löngunina til að styðja við framvindu þjóðfélagsins“ (bls. 162). Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvort viðameiri skoðun á þróun íslenskrar hönnunar og áhrifum kristínar (eða skorti þar á) á íslenskt samfélag hefði styrkt bókina og gert elsa ævarsdóttir126 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.