Saga - 2016, Side 158
brugðist var við beitingu valds fremur en hvernig því var beitt og það
hugsað.
Þessi síðari skilningur er ítrekaður víðar í kenningamiðuðum inngangs-
kafla doktorsefnis, m.a. þar sem segir: „Með þetta rannsóknarefni væri hægt
að drepa niður fæti hvar sem er í samfélagi 19. aldar og finna þar efnivið.“
Í kjölfarið skýrir hann val sitt á vistarskyldunni sem vettvangi til að greina
valdaafstæður á þann veg að þar sé „[e]in skýrasta, en jafnframt marg-
slungnasta, birtingarmynd þessara valdaafstæðna, þessarar þjóðfélags gerð -
ar stigveldis, …“. Doktorsefnið tvinnar svo þessa tvo þræði saman í rit-
gerðinni þegar hann segir stuttu síðar: „Ritgerðin fjallar þannig í stuttu máli
um valdaafstæður vistarskyldu á Íslandi á 19. öld, en um leið snertir hún á
mörgum öðrum þáttum samfélagsins“ (bls. 3). Jafnframt er það erindi rit-
gerðarinnar að „rannsaka félagsgerð íslensks samfélags á fyrri tíð í ljósi
atbeina undirsáta, og sér í lagi valdaafstæður þess í ljósi átaka og andófs …“
(bls. iii). Þannig má segja að sjónarhorn (eða hornauga) doktorsefnis flakki
milli þess að beinast að vistarbandi, valdaafstæðum og félagsgerð. Því er
þeirri spurningu beint til doktorsefnis hvaða augum hann lítur spurninguna
um viðfangsefni ritgerðarinnar.
Hugtök, verkfæri, orðfæri
Í greiningu doktorsefnis á samspili milli valds og andófs til sveita á Íslandi á
fyrri hluta 19. aldar er öðru fremur byggt á skrifum tveggja fræðimanna,
kenningum um hversdagsandóf (James C. Scott) og valdaafstæður (Michel
Foucault). Áherslan er því á að skoða hvernig fólk brást við valdboði og
reglum samfélagsins. Það er ekki verið að skoða hugmyndafræði eða fyrir-
ætlanir stjórnvalda eða húsbænda heldur hvaða svigrúm almenningur, sem
í þessu tilfelli var bundinn vistarbandi, hafði til að hafa áhrif á eigið líf.
Í ítarlegum kafla um kenningalega nálgun leggur doktorsefni áherslu á
fimm hugtök til greiningar: undirsátar, valdaafstæður, atbeini, siðræn ögun og
andóf. Segja má að þessi lykilhugtök séu í senn greiningartæki og viðfangs-
efni doktorsefnis. Ég ætla að leyfa mér að hnika aðeins til röð þessara atriða
— einkum með tilliti til mikilvægis eins og það birtist mér.
Valdaafstæður
Valdaafstæður er annað af lykilhugtökum í greiningu doktorsefnis á við -
fangs efni sínu og er, að sumu leyti, jafnvel viðfangsefnið sjálft. Út frá þeirri
sýn að ritgerðin fjalli framar öðru um valdaafstæður má segja að hún beri í
sér umtalsverð nýmæli sem felast í sjónarhorni doktorsefnis, túlkunum hans
og greiningu á viðfangsefni sem var mikið til umræðu innan og í kjölfar svo-
nefndrar söguendurskoðunar í íslenskri sagnritun á 9. og 10. áratug tuttug-
ustu aldar, þ.e. hinu svonefnda og alræmda vistarbandi. Í stuttu máli hafnar
andmæli156
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 156